Færslur

Sýnir færslur frá september 18, 2016

Ágætu Framsóknarmenn

Mynd
Nú er það þannig að ég er ekki í Framsóknarflokkinum svo í rauninni ætti ég að vilja að þið hélduð Sigmundi Davíð sem formanni. Ég þarf auðvitað ekki að rekja þessa sögu alla en maður sem telur sig hafinn yfir að tilheyra efnahagsumhverfi á ekki að stjórna því. Hann á ekki að sitja beggja vegna borðsins þegar hann semur um mikla hagsmuni fyrir þjóð sína. Eftir ósköpin sem skullu yfir í apríl og hvernig hann hefur svo brugðist við er ljóst að mun færri geta hugsað sér að kjósa Framsóknarflokkinn en áður. Þetta vitið þið. Ykkur ætti einnig að vera ljóst að ykkar helsti samstarfsflokkur í gegnum tíðina mun ekki fara í samstarf með ykkur eftir kosningar á meðan Sigmundur Davíð er í brúnni. Ekki nema auðvitað með mikilli eftirgjöf af ykkar hálfu. Sjálfstæðisflokkurinn fyrirgefur ekki að reynt sé að kúga hann til hlýðni. Formenn flokkanna hafa ekki talast við mánuðum saman. Sigmundur Davíð verður aldrei aftur forsætisráðherra Íslands. Sem þýðir að á meðan hann er formaður Framsóknarflokk

Að missa boltann á lokametrunum

Mynd
Ég var spurð að því í dag, í góðu og skemmtilegu spjalli, hvort ég teldi að meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar gerði ekkert gott. Ég sagði viðmælanda mínum og langar að nú að segja opinberlega að ég tel svo alls ekki vera. Þessi sveitarstjórn hefur nefnilega gert margt gott;  Núna eru að koma tekjur af Þeistareykjum sem var ekki sjálfgefið. Að öðrum ólöstuðum þá veit ég að Arnór hefur unnið mikið og gott starf varðandi það og á þakkir skildar. Það er loksins komin af stað uppbygging við Goðafoss sem var orðin aðkallandi. Það hafðist og er þakkarvert. Umhverfisvæn sorphirða er að hefjast sem er ábyrgðarhluti á þessari einu jörð sem við eigum. Það sem truflar mig á stundum er   hvernig hlutirnir eru gerðir. Það var löngu orðið tímabært að sameina skóla, við vitum það öll. Þessi meirihluti tók loksins af skarið og er það vel. Hins vegar var aðferðafræðin við sameininguna og framkoman við fólk hræðileg. Sérstaklega sú einfalda staðreynd að það var engin s