Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 25, 2018

Gamlir taktar.

Mér til mikillar gleði hefur Örn Byström tekið að sér að veita sveitarstjórn Þingeyjarsveitar nauðsynlegt aðhald þar sem ég hef misst all verulega dampinn. Örn sendi sveitarstjórninni nokkrar fyrirspurnir um daginn á staðarmiðlinum 641.is. Mér til nokkurar furðu svaraði meirihlutinn fyrirspurnunum. Það er tvennt í þessum svörum sem vekur athygli mína. Í fyrsta lagi varðandi rekstur Stórutjarnaskóla næsta kjörtímabil. Það er stefna meirihluta sveitarstjórnar að reka tvo grunnskóla í sveitarfélaginu. Þingeyjarskóla á Hafralæk og Stórutjarnaskóla við Stórutjarnir. Auk þess að reka áfram þær þrjár leikskóladeildir sem nú eru starfandi og þær tvær tónlistardeildir sem nú starfa. Stefnan er að búa nemendum og starfsfólki í þessum stofnunum sem best starfsumhverfi og erum við reiðbúin til að leggja nokkuð til að svo verði. Er hún fullmótuð til framtíðar spyrð þú. Þetta er sú stefna sem við höfum fylgt og munum fylgja í aðdraganda kosninga og á næsta kjörtímabili fáum við til þess stu