Tæknin á að auðvelda okkur lífið og í þessu tilfelli gerir hún það svo sannarlega.
Ef ég þarf að endurnýja lyfseðla þá er símatími hjá Heilsugæslunni á milli 9-10 á morgnana. Á þessum tíma er ég yfirleitt bundin í vinnu og geri ráð fyrir að fleiri séu það líka. Nýverið var mér hins vegar bent á vefinn Heilsuvera þar sem ég get beðið um endurnýjun á lyfseðlum í gegnum vefinn. Ég get sem sagt endurnýjað þega ég man eftir því, um helgar t.d.
Það þarf rafræn skilríki til að geta skráð sig inn á vefinn. Ég held ég fari rétt með að bankarnir ætli að taka upp rafræn skilríki nú um áramótin og afnema auðkennislykla svo við þurfum hvort sem er að fá okkur rafræn skilríki.
Til að geta nota rafræn skilríki í símanum þarf nýlegt símkort. Hægt er að athuga hvort símkortið virki er hægt að slá inn númerið sitt á vef Auðkennis.
Best held ég að sé að fara í sinn banka og láta virkja skilríkin. Ég er í Arion banka sem er ekki á Húsavík en elskulega fólkið í Íslandsbanka gerði þetta fyrir mig.
Minnkum símaálagið á Heilsugæslunni og auðveldum sjálfum okkur lífið.