Þið munið þetta, ég veit það, en rifjum samt upp fyrir stílinn. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 setti Samstaða fram eftirfarandi loforð varðandi ólöglegu íbúakosninguna sína vegna sameiningar skólanna: Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér. Það voru aldrei settar fram neinar hugmyndir um mótvægisaðgerðir fyrir kosningarnar, hvorki lítillega hvað þá með ítarlegum hætti eins og lofað var. Reyndar virtust mótvægisaðgerðirnar hreinlega hafa gleymst þar til á þær var minnt . En hvað eru mótvægisaðgerðir ? Mótvægi Í Íslenskri orðabók Máls og menningar frá 2000 finnst ekki orðið mótvægisaðgerðir en orðið mótvægi er skýrt svona: andvægi, e-ð sem vegur upp á móti e-u. Ástæðan fyrir því að orðið mótvægisaðgerðir finnst ekki í gömlu orða
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.