Færslur

Sýnir færslur frá júní 19, 2016

Mótvægisaðgerðirnar

Mynd
Þið munið þetta, ég veit það, en rifjum samt upp fyrir stílinn. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 setti Samstaða fram eftirfarandi loforð varðandi ólöglegu íbúakosninguna sína vegna sameiningar skólanna: Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér. Það voru aldrei settar fram neinar hugmyndir um mótvægisaðgerðir fyrir kosningarnar, hvorki lítillega hvað þá með ítarlegum hætti eins og lofað var. Reyndar virtust mótvægisaðgerðirnar hreinlega hafa gleymst þar til á þær var minnt . En hvað eru mótvægisaðgerðir ? Mótvægi Í Íslenskri orðabók Máls og menningar frá 2000 finnst ekki orðið mótvægisaðgerðir en orðið mótvægi er skýrt svona: andvægi, e-ð sem vegur upp á móti e-u. Ástæðan fyrir því að orðið mótvægisaðgerðir finnst ekki í gömlu orða

Tæknifrúin: Rauð augu.

Mynd
Það er nokkuð algengur misskilningur að ég kunni ýmislegt fyrir mér þegar kemur að tæknimálum. Það er ekki alls kostar rétt, það eina sem ég raunverulega kann er að leita á www.google.is . Galdurinn er mjög einfaldur; slá bara inn hinar heimskulegustu spurningar á google en þær verða að vera á ensku. Þá er nokkuð bókað að lausnin birtist eða alla vega fyrsta skrefið að lausninni. En þar sem marga af minni kynslóð (00 kynslóðin) óar eitthvað við tækninni þá datt mér si sona í hug að deila einhverju af kunnáttunni. Til þess er kunnátta, ekki til að lúra á henni. Ég ætla að byrja á rauðum augum á myndum, aðallega vegna þess hversu auðvelt er að laga þau. Þegar við tökum mynd á stafræna myndavél eða síma þá annað hvort hleðst myndin inn á ský eða við hlöðum henni inn. Hvort heldur sem er þá opnar tölvan hana (yfirleitt) í einhverju forriti. Oftast fylgir ákveðið myndaforrit tölvunni. Einu sinni átti ég makka (imac) sem innihélt myndaforritið iphoto. Ef ég man rétt þá blasti t