Færslur

Sýnir færslur frá september 26, 2004
Alveg er þessir íhaldsmenn ótrúlegir. Halldór Blöndal kannast bara ekkert við það að hann hafi verið að ráðast á forsetann og er bara hneykslaður á því að fólki finnist það. Það nægir að vísu að hlusta á ræðuna til að heyra það að hann er alveg klárlega að ráðast á forsetann. Geir H. Haarde mætir í hvern fréttatímann á fætur öðrum til að réttlæta það að hann hafi skipað Jón Steinar. Ég nenni ekki að hlusta á þetta endalausa, andskotans kjaftæði. Jón Steinar var ráðinn af því að hann er besti vinur Davíðs og flokkshollur með afbrigðum. Þetta vita allir. Og undarlegt alveg að það er alltaf miðað þetta eina sem umsækjandi Sjálftæðisflokksins hefur upp á bjóða þótt hinir umsækjendurnir hafi upp á fullt af öðrum hlutum að bjóða. Nei, það alltaf alveg akkúrat verið að leita að þessu eina sem íhaldsumsækjandinn hefur. Eins og t.d. kunnáttu í Evrópurétti þótt það skipti nákvæmlega engu máli fyrir íslenskum rétti. Svo þarf ekki nema að skoða kommenstakerfið hjá Daníel til að sjá hvernig þetta
Ég og litla frænka mættum á Austurvöll við þingsetninguna til að minna ráðamenn á okkur kennara og nemendur. Við lentum að vísu við hliðina á skyrborðinu svo það er hætta á að okkur sé ruglað saman við einhverja aðra! Kona með bleika regnhlíf var við hliðina á okkur að minna á jafnréttismálin. Málefnið er gott en skyggði dálítið á útsýnið. Ég var líka búin að raða á mig Halldór/Davíð/Björn! Hverja drepum við næst merkjum svo það að ég sé grunnskólakennari í verkfalli getur hafa farið fyrir ofan garð og neðan. Kennarasambandið var bara ekki með neina borða eða merki. En við höfðum nú samt talsvert gaman af því að sjá allt liðið. Lögreglukrakkaræflarnir með drill sergentinn öskrandi á sig voru samt hálfhjákátlegir. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi. Allt fólkið hló bara að þeim.
Hljóp út úr húsi upp úr hálfníu í morgun en var lengur að labba niður í Borgartún en ég gerði ráð fyrir svo ég gat ekki hvatt samninganefndina okkar nema bara í huganum. Náði samt hópnum og gekk niður í Ráðhús þar sem enginn var og líka niður í menntamálaráðuneyti þar sem enginn var heldur. Tókst m.a.s. að troða mér í sjónvarpið. Mætti að sjálfsögðu í gömlu, götóttu lopapeysunni til að sýna það hvað við erum fátæk. Hmm, reyndar ekki, ég misreiknaði mig bara með veðrið. Litla systir sá svo aumur á okkur fórnarlömbum verkfallsins, mér og litlu frænku, og fór með okkur í hestaleiðangur. Það var mjög gaman. Ætli að henni takist ekki fljótlega að smita mig af hestabakteríunni. Bara búin að reyna í 11 ár. Ég fer náttúrulega létt með það að kaupa mér hest og allar græjur eftir að launahækkunin gengur í gegn. Þ.e.a.s. eftir að ég er búin að gera upp skuldirnar. Fékk launaseðil í hús í gær. Útborguð laun eru 0 kr. Og svo er fullt af mínusum á blaðinu. Ég skulda sem sagt Reykjavíkurborg einhv
Ég er svo aldeilis yfir mig bit, kjaftstopp og hlessa. Jón Steinar skipaður hæstaréttardómari! Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Eða þannig.
Nýi blandarinn er alveg massa-græja. Spændi upp í boost-sjeik banana, hálft epli, hálfa peru, skyr.is, undanrennu og klaka. Hellti þessu í mig ásamt vítamínum. Ef ég verð ekki glæsileg á veiðunum þá veit ég ekki hvað! Reyndar er ég að hugsa um að hætta við veiðarnar og fara bara í Man not included . Sparar mér talsvert vesen. Að vísu er þetta í Englandi og Írlandi. Ég hafði heyrt um stað í Danmörku sem væri eiginlega betra því ég á vísa gistingu þar. En svo er spurning hvort Írarnir séu ekki sætari. Þarf aðeins að velta þessu fyrir mér. Er að hugsa um að koma mér upp myndaalbúmi svo ég geti sagt kattasöguna almennilega, hún kallar eiginlega á myndir. Mér er sem sagt farið að leiðast í verkfallinu.
Nú falla öll vötn til Englands.
Það er ákveðinn hluti af vinnunni sem fer í það að sjá um bækur. Fyrsta undirbúningsvikan að athuga hvort vanti bækur og hvort það þurfi að merkja þær. Svo að koma þeim öllum upp í stofu og hvort það sé ekki örugglega nóg fyrir alla. Síðasta vikan fer í að athuga aföllin, hringja eftir bókum, ganga frá þeim, láta vita ef það vantar. Þetta fer allt saman í gang líka um áramót þegar er skipt um efni. Fyrir utan nú að ég er almennt að passa upp á að allir séu með bækur, skammast þegar einhver týnir þeim og útvega nýjar bækur ef einhverjar skemmast eða týnast. En núna sé ég að samkvæmt Heimili og skóla þá er allt þetta bókastúss bara ekkert í mínum verkahring. Það er aldeilis gott að vita það, það léttir talsvert á manni störfin.
Fór í verkfallsvörslu í dag. Mætti náttúrulega með hafnaboltakylfuna og var ógurlega vígaleg. Þetta var samt allt saman voðalega friðsamlegt. Tekið vel á móti okkur og ég fann enga verkfallsbrjóta til að lúskra á. Ég reyndi samt að efna til ófriðar, það sakar aldrei að reyna. Þar sem ég er alveg klárlega að leggjast í þunglyndi (ekki bara út af verkfallinu) þá fór ég út að versla. Ég meina, come on, hvað á maður að gera í verkfalli? Hef ekkert að gera og enga peninga til að eyða! Glatað. Fjárfesti í þessum líka forláta blandara svo núna get ég hrært saman heilsusjeikana villivekk. Að sjálfsögðu búin að kaupa skyr.is líka og ávexti. Ég er nebbla í megrun. Er líka að pæla í að fara í magic-tan (allir peningarnir sko) en var sagt að maður yrði flekkóttur af því. Það gengur náttúrulega ekki, ég verð að vera sjarmerandi. Ég er nefnilega að fara á veiðar. Ójá. Ég er búin að vera emotionally attached ( not physically, glatað) en það reyndist bara vera tóm steypa. Gjörsamlega vonlaus í kro
Því verður ekki neitað að svona yndislegt veður dregur dálítið úr sársaukanum yfir því að vera miðaldra, beisk piparjúnka í verkfalli. :)
Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi þótt að Jón Steinar fái hæstaréttardómarann. Mér finnst bara ekki í lagi að besti vinur Davíðs fái hæstaréttardómarastöðu skömmu eftir að frændi hans er búinn að fá stöðu. Þetta eru alltof náin tengsl á milli framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins og ógnar þrískiptingunni. Hvað nú ef eitthvað fer fyrir dómsstóla sem gerðist í stjórnartíð Davíðs? Eða eitthvað varðandi utanríkismálin? Glætan að dómurinn verði óhlutdrægur. Við vitum að stjórnmálaflokkar eiga stöður en þeir hafa aldrei misnotað sér það jafngróflega og þegar Ólafur Börkur fékk embættið. Ég skil reyndar ekki hvernig maðurinn getur setið þarna eins og allt sé bara í góðu lagi þegar öll þjóðin veit að hann á þetta ekki skilið. En fyrst Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að valta enn og aftur yfir þjóðina með yfirgangi og frekju þá verður það bara ósköp einfaldlega að bitna á Jóni Steinari. Sem er auðvitað mjög slæmt því Jón Steinar er miklu hæfari en Ólafur Börkur. En Sjálfstæðisflokkurinn valdi. Og f
Í dag eru átta ár síðan að faðir minn lést. Blessuð sé minning hans.