Ég er í sumarfríi svo ég brá mér í heimsókn í morgunsárið og horfði á Oprhu þáttinn á Stöð 2. Queen Latifah var í heimsókn og Oprah spyr hana, meira samt í framhjáhlaupi en það hafi verið eitthvert umræðuefni, hvað hún sé gömul. 35 ára svarar hún. Þá segir Oprah að það sé ekki fyrr en um 32 ára aldurinn sem konur fari að vera ánægðar með sig og líða vel og um 35 ára aldurinn séu þær orðnar verulega sáttar og svo verði það bara betra. Ég held að þetta sé rétt hjá henni, ég fór alla vega að verða miklu sáttari við lífið og tilveruna og sjálfa mig þegar ég var 32 ára. Núna þegar ég er 35 er allt í himnalagi. Mér leiðist þessi endalausa æskudýrkun. Fólk getur verið mjög myndarlegt fram eftir aldri og mér finnst asnalegt að miða ,,fegurð" og ,,gott útlit" við hrukkuleysi og ógránað hár. Það er ægilegt hrós ef einhver segir að maður sé ,,unglegur." Þetta er bara asnalegt. Sérstaklega vegna þess að unga fólkið sem hefur æskuna og allt þetta góða útlit og æðislegheit sem fylgja