Færslur

Sýnir færslur frá september 28, 2014

Skilningur á fréttaflutningi - skoðanakönnun

survey solution

Ég er ekki fórnarlamb

Mynd
Fórnarlamb er ljótt orð. Það er ljótt og það er skammarlegt að vera fórnarlamb. Aumingjalegt. Það vill enginn vera fórnarlamb. Og hafi það gerst þá má enginn vita það. Ég er ekki fórnarlamb. Ég er ekki lögð í einelti. Það væri skammarlegt. Það væri hlægilegt. Ég er ekki aumingi. Þegar ég sendi fyrirspurn um aðstoð vegna þess að mórallinn væri svo vondur, og lýsti honum lítillega, þá fékk ég svar þess efnis að þau tækju ekki á ,,svona konkret málum en hefurðu kynnt þér litteratúr um einelti á vinnustöðum?” Ég hristi bara höfuðið, hvað var eiginlega að þessu fólki? En ég kynnti mér reglugerðina um einelti á vinnustöðum og fleira til . Það var margt líkt. Ástæða fyrirspurnarinnar var sú að mér leið illa. Án þess að ég vilji koma öðrum í vandræði þá leið öðrum illa líka. Ég man eftir samtali þar sem ég og viðmælandi vorum bara nokkuð hress af því að við: ,,höfðum fengið að vera í friði nokkuð lengi.” Nei, það er ekki í lagi. Ég var búin að burtskýra andrúmsloftið á allan hátt: