Í byrjun ætla ég að taka það fram að ég er flokksbundin í VG og er feministi. Nú þegar er lesandinn búinn að mynda sér skoðun á því sem ég ætla að segja. Það er ágætt, svo framarlega sem hann er meðvitaður um það. Það skiptir nefnilega máli hver er segja hlutina, af hverju hann er að segja þá og hvað honum gengur til. Lesandinn verður líka að vera meðvitaður um eiginn hlutdrægni. Það er enginn hlutlaus. Núna stöndum við í þeirri meiningu að við búum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Stundum finnst mér tjáningarfrelsið túlkað ansi vítt, mér er t.d. fyrirmunað að skilja að klám sé tjáningarfrelsi. Enda virðist að þegar verið er að níðast á konum þá er það tjáningarfrelsi. Þegar níðst er á einhverjum öðrum eru það fordómar. Ég fagna kosningu Obama en þegar hann og Hillary Clinton voru að berjast um útnefninguna þá mátti nota hvaða orðbragð um hana sem var. Virkilega ljótt orðbragð. N-orðið var aldrei notað um hann enda hefði verið brugðist mjög harkalega við
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.