Færslur

Sýnir færslur frá maí 24, 2020

Í neti narsissistans

Mjög upplýsandi grein sem ég hvet fólk til að lesa þótt hún sé löng. Í neti narsissistans Undanfarnar vikur hefur borið á aukinni umræðu um ofbeldi í samfélaginu meðal annars vegna álags sem myndast hefur inni á heimilum í einangrun. Ástæður þess að fólk beitir ofbeldi geta verið fjölmargar en stundum getur verið um að ræða ákveðna persónugerð sem kallast „Sjálfsupphafningar-persónuleikaröskun" eða „sjálfsdýrkandi" (narsissisti). Sjálfsdýrkandinn er einstaklega slyngur í að spila hlutverk fórnarlambsins og næla sér í stuðning úr nærumhverfinu. Til að ná því fram svífst hann ekki neins og segir það sem honum dettur í hug til að ná í samkennd. Afar mikilvægt er að biðja fólk sem þig grunar að gætu verið sjálfsdýrkendur um staðreyndir. Þeir segja setningar eins og „hún er búin að senda mér fullt af ljótum skilaboðum ...“; „hún er búin að hafa af mér allar eigur ...“; „ég er bara á götunni ...“. Biðjið um að fá að sjá gögn eða aðra haldbæra hluti sem ekki er hægt að h