Best að ég klári þetta fyrst ég byrjaði á því. Þegar ég var krakki, sennilega einhvers staðar á forgelgjunni, gekk brandari. Hann var einhvern veginn svona: Tveir gamlir menn sitja saman á bekk. Þá sjá þeir álengdar þriðja manninn. -Er þetta ekki Jón? spyr annar. -Nei, þetta er Jón, svarar hinn. -Ó, mér sýndist þetta vera Jón segir þá hinn fyrri. Brandarinn gekk sem sagt út á það að þeir væru orðnir heyrnarsljóir, ha,ha. Svo gerist það eitt sinn heima að fjölskyldan sest að snæðingi og það vantar tómatsósu á borðið. Pabbi stendur upp til að sækja hana. Þá segir mamma: -Tómatsósan er í ísskápnum. Pabbi er eitthvað annars hugar eða hefur misheyrt og svarar: -Nei, tómatsósan er í ísskápnum. Þá fer eldri systir mín að hlæja og klykkir út minnug brandarans. -Ó, ég hélt að tómatsósan væri í ísskápnum. Þetta fannst fjölskyldunni óskaplega fyndið. Verandi það barn sem ég var þá áttaði ég mig greinilega ekki á að þetta var svona 'staður og stund' brandari og asnast til að segja
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.