Færslur

Sýnir færslur frá desember 7, 2008

The salt water incident

Litli gutti er með kvef. Eitt kvöldið erum við að fara að sofa og hann er ósköp sáttur og værðarlegur, búinn að súpa og fá hreina bleyju. Nema hvað það snörlar svolítið í nefinu á honum svo ég ákveð að gefa honum saltvatnspúst í nebbann fyrir nóttina. Hann er ekkert ánægður með það en lætur sig hafa það. Svo byrjar að losna um í nebbanum og það kemur snúss út þegar hann andar út en sogast svo inn aftur. Ég reyni að grípa en næ því ekki svo það endar með að ég gríp um nefið þegar hann andar út og næ því þannig. Nema hvað að litli maðurinn er ekki ánægður með svona trakteringar og verður alveg trítil. Orgar og er sármóðgaður lengi á eftir.  Núna þegar ég reyni að setja saltvatn í nebbann þá rykkir hann sér öllum til og frá. Svo ég er bara í því að sprauta saltvatni í augun á honum. Ef barnaverndarnefnd á ekki eftir að koma og taka af mér barnið þá veit ég ekki hvað.

Ef enn er til Samfylkingarfólk...

...bendið þeim þá á þetta.

Ekki keyra

Fyrir stuttu fór Braveheart í smáaðgerð á nefi. (Nefbrotnaði fyrir mörgum árum og þurfti að laga miðnesið.) Hann fékk bækling með ýmsum ráðleggingum. M.a. stóð þar: ,,Þú skalt hvorki keyra bíl né taka mikilvægar ákvarðanir sama dag og þú hefur farið í svæfingu." Þetta er góð ráðlegging sem Íslendingar ættu að taka til greina í ESB-umræðunni. Það er eitthvert panikk í gangi og það á bara að æða í Evrópusambandið. Þetta er ekki rétti tíminn til að taka svona stóra ákvörðun. Þjóðin þarf aðeins að ná andanum fyrst.

Fyrsta kvefið

Minn er sonur súr sefur ekki dúr. Nú er komið kvef karls í litla nef.

Hin aldurhnigna móðir

Ég vil barninu mínu allt hið besta og les mér því til um uppeldi. Í einni bókinni er mælt með því að maður syngi fyrir barnið og fari með þulur. Ég man enga texta svo ég dreg fram Skólaljóðin góðu (sem ég skil ekki af hverju er hætt að kenna). Ég fletti í gegnum hana og syng sumt og fer með annað. Þar sem ég er að þruma Gunnarshólma yfir drengnum lýstur allt í einu niður í huga minn: ,,Aumingja barnið. Það er nógu slæmt að eiga gamla mömmu. En að eiga gamaldags gamla mömmu hlýtur að vera voðalegt!"