Feluleikur

Á Íslandi sem og víðar gilda lög eins og td. stjórnsýslulög , sveitarstjórnarlög og upplýsingalög . Ætlast er til að landsmenn fari eftir lögum og ekki síður að stjórnvald fari eftir lögum. Valdhafar eru nefnilega í yfirburðastöðu gagnvart þegnum sínum og afar brýnt að tryggja að valdhafar misnoti sér ekki þá yfirburðastöðu. Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um hvernig hlutirnir eigi að ganga fyrir sig. Upplýsingalögin snúast hins vegar um rétt almennings til að vita hvað valdhafinn er að aðhafast, einmitt til þess að veita honum aðhald. Í fyrstu grein upplýsingalaga segir: I. kafli. Markmið og gildissvið. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja: 1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi, 2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi, 3. aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum, 4. möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opin