Ósköp voru rökin rýr...

Í aðdraganda og framkvæmd sameiningar Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla fannst mér alltaf eðlilegt að Hafralækjarskóli væri valinn. Hann er byggður sem skóli og hentar betur til skólastarfs að mínu auðmjúka áliti. Hins vegar ræð ég ekki neinu og strangt tiltekið skiptir mitt álit afar litlu nema á fjögurra ára fresti þegar ég greiði atkvæði. Í desember þegar ég var nýbyrjuð í jólafríi og var í verkefnafráhvarfi setti ég saman bækling um skólamálaumræðu í sveitarfélaginu frá síðasta bæklingi . Ég las eða skimaði yfir allar greinar og sá þá að Samstaða setti fram mun rýrri rök fyrir flutningnum í Hafralækjarskóla en mig minnti. Í kosningabaráttunni lagði Samstaða áherslu á fjárhagslega hagræðingu sem myndi nást með sameiningunni. Sjá t.d hér. (bls.3) Svo voru skrifaðar skýrslur og þær voru kynntar. Þar kom fram: Bjarni Þór Einarsson byggingatæknifræðingur gerði mat á rýmisþörf og ástandi á núverandi skólahúsnæði á báðum starfsstöðvum og gerði grein fyrir því á