Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 17, 2019

Rauðhetta - femínísk greining.

Mynd
Við þekkjum öll söguna um Rauðhettu. Ef einhver man hana ekki þá er hún hér. Fyrir mörgum árum síðan þá heyrði ég femíníska greiningu á sögunni. Ég man ekki hver fór með eða hvar en það tilkynnist formlega að greiningin er ekki mín. Hins vegar hef ég æði gaman að því að hafahana eftir því hún vekur yfirleitt talsverð viðbrögð. En hún er sem hér segir: Ævintýri voru og eru enn sögð til þess að kenna börnum á heiminn. Það er varað við ákveðnum hættum og kennt hvernig beri að varast þær. Konur og sérstaklega stúlkur tengjast villtu hliðinni* og það þarf alveg sérstaklega að hafa stjórn á þeim, sérstaklega þegar þær eru aðverða kynþroska. Gamlar konur, sérstaklega ekkjur,  tengjast líka villtu hliðinni. Þessi hópur kvenna er sem sagt ekki eign manns (eiginkona)  Rauðhetta er því ótamin lítil kona í rauðri hettu sem gæti vel táknað kynþroskaaldurinn. Hún verður að fara í gegnum skóginn til að komast til ömmu sinnar. Skógurinn er að sjálfsögðu ekki bara tákn þess villta heldur

"Þú ert svo miklu sætari þegar þú brosir"

Mynd
Bros er yfirleitt merki þessi að fólki líði vel og er ánægt. Þegar fólki líður vel og er ánægt þá lítur það betur út. Það gildir um alla, líka karla. Samt er fólk ekki að segja körlum að brosa í tíma og ótíma. Konum er hins vegar sagt alveg reglulega að brosa af því „brosandi er konan sætari.“ Frægur femínisti lenti í því á dögunum að sitja á kaffihúsi og vinna í fyrirlestri. Ég veit ekki af hverju hún fór á kaffihúsið til að vinna í fyrirlestrinum enda kemur mér það ekkert við.  (Kannski í trausti þess að það sé meiri friður innan um ókunnuga en spjallandi vinnufélaga/fjölskyldu.) Hún vildi það og það nægir.  Femínistinn segir svo frá því á facebook og frábiður sér fjölmiðlaumfjöllun að eldri maður hafi „vappað" í kringum hana (óþægilegt) og svo undið sér að henni og sagt henni að brosa meira því hún væri svo miklu sætari þannig. Femminn ferlegi brosti smá og sendi karlinum svo fingurinn. Sumir eru alveg bit, kjaftstopp og hlessa. Ekki vegna dónaskaparins í manninum að t