Við þekkjum öll söguna um Rauðhettu. Ef einhver man hana ekki þá er hún hér. Fyrir mörgum árum síðan þá heyrði ég femíníska greiningu á sögunni. Ég man ekki hver fór með eða hvar en það tilkynnist formlega að greiningin er ekki mín. Hins vegar hef ég æði gaman að því að hafahana eftir því hún vekur yfirleitt talsverð viðbrögð. En hún er sem hér segir: Ævintýri voru og eru enn sögð til þess að kenna börnum á heiminn. Það er varað við ákveðnum hættum og kennt hvernig beri að varast þær. Konur og sérstaklega stúlkur tengjast villtu hliðinni* og það þarf alveg sérstaklega að hafa stjórn á þeim, sérstaklega þegar þær eru aðverða kynþroska. Gamlar konur, sérstaklega ekkjur, tengjast líka villtu hliðinni. Þessi hópur kvenna er sem sagt ekki eign manns (eiginkona) Rauðhetta er því ótamin lítil kona í rauðri hettu sem gæti vel táknað kynþroskaaldurinn. Hún verður að fara í gegnum skóginn til að komast til ömmu sinnar. Skógurinn er að sjálfsögðu ekki bara tákn þess villta heldur
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.