Færslur

Sýnir færslur frá október 16, 2011

Ekkert álver.

Fyrir einum 4 ef ekki 5 árum síðan vorum við nokkur að hvíslast á milli hvort við ættum að taka upp formlega baráttu gegn álverinu. Það var mjög vandmeðfarið því hér var farið með álversandstöðu eins og mannsmorð. Svo hitti ég ónefnda konu og spurði hvort hún vildi vera með. Hún svaraði: ,,Ég myndi vera með ef ég héldi eitt andartak að hingað kæmi álver. En það er ekkert álver að koma hingað." Ég hváði og spurði hvernig hún fengi þetta út: ,,Það er enginn búinn að leggja neina peninga í þetta nema sveitarfélögin. Alcoa er ekki alvara fyrr en þeir leggja einhverja alvöru peninga í þetta. Þannig virkar bissness." Það varð aldrei úr neinni baráttu gegn álverinu því við sáum að þetta var rétt.  Það var engin alvara komin í málið. Og sú alvara kom aldrei. Þeir sem vilja kenna sitjandi ríkisstjórn um að ,,eyðileggja" álversævintýrið fyrir sér geta bara skoðað blöðin og farið í gegnum fréttir. Jú, jú, Alcoa borgaði laun fyrir alveg heilan einn mann í einhvern tíma. Þa