Færslur

Sýnir færslur frá desember 7, 2014

Umsögn og greinargerð

Same old same old, I know. Engu að síður er hér smá punktur sem ég verð að koma að. Í fundargerð sveitarstjórnar frá 4. des. sl.segir: Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum A lista um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla: „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun.“ Þá lagði varaoddviti fram tillögu að eftirfarandi málsmeðferð: „Sveitarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til Fræðslunefndar og skólaráðs Þingeyjarskóla til umsagnar og óskar þess að umsögnin berist eigi síðar en 15. desember.“ (Feitletrun mín.) ...... Fyrri tillaga um málsmeðferð samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.   Enn sem komið er er þetta einungis tillaga. Eina samþykktin sem gerð v

Hugmynd

Mynd
Í kosningabaráttu setur stjórnmálafólk fram alls konar loforð. Sumt fólk fer í pólitík af einhverjum öðrum hvötum en hugsjón og setja fram ótrúlegustu kosningaloforð til þess eins að komast til valda. Völd valdanna vegna. Almennir kjósendur geta lítið annað gert en vonað að stjórnmálafólk hafi hag heildarinnar að leiðarljósi þegar á reynir. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að stjórnmálaöfl séu látin standa við sín kosningaloforð. Það getur vissulega orðið þrautin þyngri þegar hreinum meirihluta er ekki náð og framboð þurfa að sættast á málamiðlanir með öðrum framboðum. En þegar hreinum meirihluta er náð ætti það að vera hægur vandi að standa við kosningaloforðin sín. Samstaða náði ekki bara hreinum meirihluta í Þingeyjarsveit, hún náði alveg yfirgnæfandi meirihluta. Yfirgnæfandi meirihluta íbúa Þingeyjarsveitar leist betur á og studdi Samstöðu. Ég var ekki ein af þeim.   Það er þrennt í lífinu sem er alveg öruggt; skattarnir, dauðinn og Ásta styður ekki Samstöðu. Þess vegna er það

Rökfræði

Mynd
Af engri sérstakri ástæðu ætla ég núna að fara aðeins yfir rökfræði. Ég hef átt samtal sem var einhvern veginn svona: Ég (rosalega ljúf og indæl eins og ég er alltaf) : Ég skil ekki það sem þér finnst en mig langar að skilja það. Viltu útskýra það fyrir mér? Viðmælandi (verður reiður) : Skilurðu það ekki! Þú ert nú ljóta fíflið! Lestu ekki blöðin?! Ég (frekar sárt, viðkvæmt lítið blóm. ) Jú, jú, en ég hef ekki séð þessar greinar sem útskýra þetta svona nákvæmlega... Viðmælandi (hryssingslegur ): Þetta er í öllum blöðum! True story. Þetta kalla ég ekki röksemdafærslu, þetta kalla ég rakalausan þvætting.  Til eru á netinu nokkrar útskýringar á vondum röksemdafærslum. Hér má skoða myndskreytta útgáfu . Ég ætla líka að þýða nokkrar. Ad hominum: Þetta hefur skýrt hér á Íslandi á þann veg að fara í manninn en ekki boltann. Þetta er það sem vinur minn hér að ofan gerði. Réðst á mig og mitt gáfnafar af því að ég sá ekki það sem honum fannst augljóst. (Ég