Just walk away. Bankað upp á klukkan 10 að kveldi í skítakulda. Sölumaður sem átti one-hit-wonder á níunda áratugnum stendur fyrir utan. ,,Hérna erum við með stóóórkostlegt tilboð fyrir kennara. Úr torfbæjum inn í tækniöld . Bara 3000 á mánuði í átta skipti. Í kaupauka (einhver bók) upp á 15 þúsund. Þetta er bók sem allir kennarar þurfa." Jáhá. Enn ein bókin. Sem bókmenntafræðinemi og seinna sem útskrifaður bókmenntafræðingur hef ég nú fengið ófá stórkostlegu tilboðin. Og akkúrat núna er fjárhagsstaðan ekki góð, nagladekkin bíða, dýrt matvöruverð úti á landi og kennarar bara ekki með þessi stórkostlegu laun sem margir halda. Besides, bókin kemur væntanlega á bókasafn fljótlega ef ég þarf á henni að halda. Þessum sölumanni kemur þetta bara ekki við. Svo ég svara: ,,Nei, takk. Hef ekki áhuga." Sölumaðurinn ofboðslega hneykslaður: ,,Ekki áhuga... Hvað kennir þú?" ,,Ég kenni allt. Ég er sérkennari." Um leið og hann labbar í burtu, yfir sig hneykslaður og nánast sorgmædd