Færslur

Sýnir færslur frá júní 11, 2017

Mótvægisaðgerðirnar - útskýringar óskast.

Mynd
Formáli. Hitamálið í sveitarstjórnarkosningunum 2014 í Þingeyjarsveit var boðuð sameining beggja skóladeilda Þingeyjarskóla undir eitt þak. Flestum var ljóst að það þak væri í Aðaldal og hrikta myndi í stoðum Lauga. Til að vega upp á móti þeim víbringi setti Samstaða fram eftirfarandi kosningaloforð: Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér. ( Sjá hér.) Mótvægisaðgerðir eru tískuorð sem skaut upp kollinum í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun og var upphaflega notað um neikvæð umhverfisáhrif. Upphaf mótvægisaðgerða. 18. desember 2014 skipaði sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í starfshóp um mótvægisaðgerðir. Voru valin til að sitja í hópnum Arnór Benónýsson og Heiða Guðmundsdóttir fyrir A-lista Samstöðu og Ragnar Bjarnason fyrir T-lista Sveitunga. Þann