Færslur

Sýnir færslur frá júlí 5, 2015

Upplýsingar um "kvörtunina"*

Mynd
Eins og fram hefur komið óskaði ég eftir aðgangi að starfslokasamningi á milli Þingeyjarsveitar og fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla. Þingeyjarsveit synjaði aðgangi og kærði ég synjunina til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Kæran er nú í ferli. Þingeyjarsveit synjaði aðgangi á grundvelli 5. greinar upplýsingalaga nr. 50 frá 1996 og telur að samningurinn innihaldi upplýsingar um einka- og fjárhagsmálefni einstaklings sem eðlilegt sé að leynt fari. Ég tel rétt að taka fram að ég hef engan áhuga á einkamálefnum viðkomandi einstaklings. Ég hef hins vegar talsverðan áhuga á meðferð sveitarstjórnar á fjármunum sveitarfélagsins. Núverandi meirihluti sveitarstjórnar hefur setið að völdum frá því Aðaldælahreppur hinn forni var sameinaður Þingeyjarsveit. Stjórnsýsla þeirra og vinnubrögð hafa því miður ekki verið til fyrirmyndar og hefur kostað sveitarfélagið og þar með okkur íbúana talsvert fé.  Má m.a. nefna þegar gengið var fram hjá hæfari umsækjanda í stöðu eldvarnareftirlits