Færslur

Sýnir færslur frá maí 10, 2015

Frumkvæði - Samvinna - Hugrekki

Mynd
Væmnivarúð „Það er engum ofsögum sagt. Húsavík er fallegasti staður á jarðríki, svona að sumarlagi“ sagði ungi maðurinn og horfði yfir höfnina og bæinn sinn. Húsavík er gríðarlega fallegur staður þótt hún sé kannski ekki fallegasti staður á jarðríki. Þarna spilaði auðvitað inn í væntumþykja unga mannsins gagnvart heimastaðnum sínum. En Húsavík státar af fleiru en fegurðinni einni. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að kenna ungu (og ekki alveg jafn ungu) fólki í Framhaldsskólanum á Húsavík síðastliðin tvö ár. Það er stundum strembið eins og alltaf er þar sem fólk kemur saman en það hefur alltaf verið gaman. Og alveg ótrúlega gefandi. Mig hefur lengi langað til að segja við foreldra nemenda minna: „Vá, hvað þið eigið æðislega krakka.“ Ég ætla bara að segja það núna. Þetta unga fólk, það er algjörlega frábært. Og þau láta sér fátt fyrir brjósti brenna: Ég get ekki lýst því hvað mér finnst æðislegt þegar harðsvíraðir fótboltatöffarar, hvort sem það eru strákar eð

Smá svona þöggunartilburðir

Mynd
Það varð ákveðið uppnám í Þingeyjarsveit nýverið; héraðsmiðillinn sendi meirihluta sveitarstjórnar, sveitarstjóra og byggingarfulltrúa fyrirspurn um framkvæmdir við Þingeyjarskóla. Meirihlutinn brást skjótt við og svaraði vel en bætti um betur og sendi einstaklingnum sem stendur að baki miðlinum spurningar líka. Ekki miðlinum né ritstjóranum heldur einstaklingnum sjálfum. Létu heimilisfangið hans fylgja með til að persónugera þetta enn frekar. Þessi persónulegu viðbrögð vekja grun um að meirihlutinn eigi erfitt með að greina á milli einstaklings og hlutverka hans. Sé það tilfellið þá er kannski skiljanlegt að meirihlutinn upplifi alla gagnrýni sem persónulegar árásir. Það er bæði röng og sorgleg nálgun. Fólk sem býður sig fram til opinberra starfa verður að átta sig á því að þar með eru gjörðir þess í hinu opinbera starfi opnar fyrir gagnrýni. Þá verða hinir opinberu þjónar almennings einnig að átta sig á því að þótt þeir séu í opinberu starfi þá eru beinast gjörðir þeirra iðuleg