Væmnivarúð „Það er engum ofsögum sagt. Húsavík er fallegasti staður á jarðríki, svona að sumarlagi“ sagði ungi maðurinn og horfði yfir höfnina og bæinn sinn. Húsavík er gríðarlega fallegur staður þótt hún sé kannski ekki fallegasti staður á jarðríki. Þarna spilaði auðvitað inn í væntumþykja unga mannsins gagnvart heimastaðnum sínum. En Húsavík státar af fleiru en fegurðinni einni. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að kenna ungu (og ekki alveg jafn ungu) fólki í Framhaldsskólanum á Húsavík síðastliðin tvö ár. Það er stundum strembið eins og alltaf er þar sem fólk kemur saman en það hefur alltaf verið gaman. Og alveg ótrúlega gefandi. Mig hefur lengi langað til að segja við foreldra nemenda minna: „Vá, hvað þið eigið æðislega krakka.“ Ég ætla bara að segja það núna. Þetta unga fólk, það er algjörlega frábært. Og þau láta sér fátt fyrir brjósti brenna: Ég get ekki lýst því hvað mér finnst æðislegt þegar harðsvíraðir fótboltatöffarar, hvort sem það eru strákar eð
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.