Sumir hlutir koma konu spánskt fyrir sjónir, að því virðist án skýringa. Svo heyrir kona kjaftasögu, sem gæti skýrt það sem áður virtist óskiljanlegt, reynist kjaftasagan sönn. Í upphafi skal tekið fram að efni umræddrar sögu, sem að sögn heimildarmanna er ,,altalað" hefur ekki verið staðfest. Kjaftasagan er svohljóðandi: Nýi stjórinn var beðinn um að sækja um stöðuna. Hann sótti um á síðustu stundu . Hann er í ársleyfi frá sínu fyrra starfi. Við skulum alveg hafa það á tæru að þetta er kjaftasaga og um hana gilda sömu forsendur og aðrar kjaftasögur. Ég vona auðvitað að þetta sé ekki satt en það er tvennt sem ýtir undir grunsemdir: Í fyrsta lagi ákvað sveitarstjórnin að sjá sjálf um ráðninguna á nýja stjóranum í stað þess að fá utanaðkomandi, óháðan aðila til þess. Það er mjög skrítið. Sérstaklega í ljósi þess að flutningur í eitt hús var langt í frá sársaukalaus aðgerð. Í öðru lagi dró sveitarstjórnin fram úr hófi að birta lista yfir umsækjendur og bi
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.