Færslur

Sýnir færslur frá desember 29, 2002
Ah.. komin á netið aftur! Ekki vegna þess að mér hafi loksins tekist að laga tölvuna hjá litlu systur heldur vegna þess að ég er mætt í vinnuna. (Ég ítreka samt að ég er ekki að eyða vinnutímanum í blogg, neineineinei....) Annað hvort verð ég að játa mig sigraða fyrir tölvunni eða kalla út hjálp. Mér er samt alveg djöfullega við það að gefast upp fyrir maskínu. Litla systir er líka búin að ítreka það nokkrum sinnum að það þyrfti nú eiginlega nýja tölvu á heimilið en mér er dálítið annt um bankabókina mína. Og núna er nauðsynlegt að taka það fram að ég bý ekki ennþá heima hjá mömmu. Ég flutti sko fyrir ca. 5 árum, að vísu bara í næstu götu svo ég færi nú ekki of langt frá ísskápnum en ég er samt flutt!!! Þótt ég sé alltaf heima hjá mömmu og hananú. Vídeóið tók upp á því að fara í baklás og litla systir heldur því fram að það sé líka mér að kenna. Það er tóm tjara, ég var bara að stilla inn stöðvarnar. Það er engan veginn mér að kenna að græjan neiti að virka eftir það. Var að draga