Jáhá. Það er víst almennari skoðun en ég hélt að kennaramenntunin sé í rauninni ekki háskólamenntun. Það var verið að segja mér frá einhverri könnun sem einhverjir drengir gerðu (mér tókst blessunarlega að missa af þessu) sem gaf það til kynna að kennaranámið væri skítlétt og alveg sama prógrammið og var í gangi áður en kennaranámi var breytt í háskólanám. Svo ekki sé talað um færsluna hjá málbeininu. Ég ætla að leyfa mér af alkunnum menntahroka mínum að taka það fram að ég kem úr Háskóla Íslands svo ég á ekki hagsmuna að gæta í þessari umræðu (annarra en þeirra auðvitað að þetta er að bitna á laununum mínum).
Ég sá í kommentakerfinu hjá málbeininu:,,Orðið sem nú fer af Kennaraháskólanum, með fullri virðingu fyrir þeim sem sannarlega eiga heima og eru þar af fullum "heilindum", er að þeir sem meika ekki lögfræðina eða hagfræðina fara í stjórnmálafræði. Þeir sem gefast upp á stjórnmálafræðinni fara í Kennaraháskólann." (Ágúst Flygenring)
Ung kona sem er nýútskrifuð úr
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.