Færslur

Sýnir færslur frá október 19, 2014

Sameining framhaldsskóla

Það hefur sýnt sig með afgerandi hætti að núverandi ríkisstjórn vill skera niður og spara í menntunarmálum eins og frekast er unnt. Það er einnig sorglega augljóst að menntamálaráðherra er sérstaklega illa við litlu framhaldsskólana á landsbyggðinni. Skýtur þetta reyndar mjög skökku við miðað við yfirlýsta landsbyggðaást ríkisstjórnarinnar. En eflaust bætir flutningur Fiskistofu upp niðurskurð og lokanir nokkurra landsbyggðaframhaldsskóla með tilheyrandi brottflutningi menntaðs fólks. Ein af hugmyndunum sem hafa iðulega komið upp á yfirborðið er að sameina Framhaldsskólann á Húsavík og Framhaldsskólann á Laugum. Vissulega eru báðir framhaldsskólar en þeir eru gjörólíkir að öðru leyti. Framhaldsskólinn á Laugum hefur tekið upp breyttar kennsluaðferðir eða svokallað vinnustofufyrirkomulag sem hefur reynst vel. Framhaldsskólinn á Húsavík er hins vegar hefðbundnari bóknámsskóli. Nemendur eru alveg jafn mismunandi á landsbyggðinni og í borginni og finnst mér í alla staði eðlilegt að þei

Fiffaða kosningaloforðið

Mynd
Jæja, þar kom það loksins formlega, Samstaða viðurkennir það sem flest okkar hafa vitað lengi að kosningaloforðið hennar um íbúakosningu í hluta sveitarfélagsins er ólöglegt. Það er ágætt. Ég verð samt að segja, gott fólk, að mér finnst það alveg með ólíkindum að fólk sem er með samanlagða um 36 ára reynslu af sveitarstjórnarstörfum skuli ekki fletta þessu upp eða tala við lögfræðing áður en loforðið er sett fram. Það hefðu verið mun vandaðri vinnubrögð. Það tók mig alveg heilar 5 mínútur að komast að þessu. Það eina sem er samt vont við þennan ólöglega gjörning, að mati oddvitans, er að hann gæti verið kærður og þess vegna á bara að vera skoðanakönnun. Whatever keeps you within the law, dear. Skoðanakönnunin á að ná til allra kjörgengra íbúa en: Gengið er út frá því að þrátt fyrir að könnunin nái til allra kjörgengra íbúa sveitarfélagsins þá verði skilgreint hvert viðhorfið er á skólasvæði Þingeyjarskóla eins og stefnt var að með íbúakosningunni. Það var alltaf megin mark

Hraunið

Mynd
Ég horfði auðvitað á Hraunið þótt ekki væri nema til að vera samræðuhæf. Það er ákveðið skylduáhorf á íslenskar bíómyndir og þætti. En ég ber alltaf ákveðinn kvíðboga fyrir því enda var Hrafn Gunnlaugsson okkar helsti leikstjóri þegar ég var að komast til vits og ára.  Ég horfði á fyrsta þáttinn í endursýningu og vissi að leikurinn væri ekki upp á marga fiska svo ég lokaði bara augunum fyrir því. En sumt var mjög illa leikið, krakkar, í alvöru. Þá höfðu aðalleikari og leikstjóri mætt í viðtal og lofað plottið alveg í hástert. Nei, það var ekki gott. Plott sem byggir á því að aðallöggan liggi á hleri og verði óvænt vitni að einhverju er ekki gott plott. Þetta gerðist alla vega tvisvar ef ekki þrisvar, ég var ekki alveg að telja. Hann fann m.a.s. hundhræið þegar hann fór út að skokka. Helgi er ósköp klisjukenndur karakter, náskyldur skandinavískum reyfarlöggum með persónulegu vandamálin sín. Geisp... Þá fór þátturinn í gær alveg ósegjanlega í taugarnar á mér.  Ég veit að slúbber