Færslur

Sýnir færslur frá júní 17, 2007

Heimalingar

Mynd
Ég kíkti í fjárhúsið hjá Braveheart fyrir nokkru síðan og skildi ekkert í því hvað tvö lömb jörmuðu mikið á mig á meðan önnur földu sig hjá mömmum sínum. Kom upp úr dúrnum að mamma þeirra hafði dáið í burði svo þessi tvö fengu mjólk hjá tvífættu verunum. Systkinin eru þrjú en það hafði tekist að venja eitt undir aðra á. Núna er féið farið á fjall nema þessi tvö sem dunda sér heima í túni og koma alltaf hlaupandi í von um mjólkursopa. Litlu greyin.