Færslur

Sýnir færslur frá desember 14, 2014

Þvílíkur léttir!

Mynd
Eins og lesendum mínum má vera ljóst þá hafa skólamálin verið svolítið að þvælast fyrir í Þingeyjarsveit. Frá stofnun sveitarfélagsins hefur staðið til að sameina grunnskólana þrjá. Í því skyni hafa verið ráðnir virtir fræðimenn til að skrifa skýrslu eftir skýrslu eftir skýrslu. Blekið hefur varla verið þornað á skýrslunum þegar þær eru rakkaðar niður, dæmdar og léttvægar fundnar. Handónýtar skýrslur og allt á byrjunarreit. En börnunum fækkar og fækkar og hlutfall barna á hvern starfsmann verður mjög, mjög lítið. Gripið hefur verið til þess ráðs að losa sig við fólk á ýmsan hátt. Það hefur aldrei nein ein regla verið viðhöfð heldur svona happa-glappa. Undarlegt nokk þá hefur aðfluttum konum fækkað hvað mest í starfsliðinu. En það er vissulega hrein og klár tilviljun. Þá hafa skólar verið svona hálf-sameinaðir, svona samvinnuverkefni eitthvað, tímabundið, svo verður kannski sameinað og þá verður sameinað á öðrum hvorum staðnum sem varð auðvitað til þess að starfsstöðvarnar sem