Færslur

Sýnir færslur frá apríl 28, 2019

Vörður á lífsleiðinni

Mynd
Ég er komin á þann stað i lífi mínu að ég get ekki lesið nokkurn skapaðan hlut án gleraugna. Nýverið var ég að vinna í tölvunni og þurfti þá gleraugu. Við hjónin kaupum gleraugu nánast í tugatali, frúin hefur þann ávana að leggja þau frá sér hér og hvar. Aðallega hvar. Hófst því leit að gleraugum. Leitin tók svolítinn tíma en hafðist að lokum. Hins vegar kom ég gleraugunum ekki upp á nefið á mér því þar var fyrirstaða, nefnilega gleraugu. „Jæja,“ hugsaði ég, „er ég nú komin þangað.“ Lífsleiðin er nefnilega mörkuð vörðum. Sumar eru stórar: byrja í skóla, fermast, útskrifast, gifta sig, eignast börn.. Allir þessir stóru pólar. En svo eru það litlu vörðurnar. Sækja um kreditkort, fara til útlanda, vinna í fyrsta skipti. Missa vinnu í fyrsta skipti, brjóta bein. Engir stórir hlutir en samt hlutir sem hafa áhrif. Hár marka nokkrar vörður, fyrst hár á réttum stöðum og svo röngum. Liturinn á hárinu er ein varðan. Fyrsta hvíta hárið var þvílíkt áfall að ég lagðist í rúmið.

Klausturfólk hefur unnið

Mynd
Við þekkjum öll söguna, við vitum öll hvað gerðist. Klausturfólkið heldur samt linnulaust áfram ofsóknum sínum gagnvart fátækri og heilsulítilli konu. Við getum hneykslast og fárast yfir því eins og við viljum. Þetta er líka viðbjóðsleg framkoma og við vitum það flest öll. En við vitum líka annað: Ef við göngum inn á bar þar sem ríkt áhrifafólk situr að sumbli og drullar yfir nafngreindar konur og minnihlutahópa þá tökum við ekki upp símann og ýtum á upptöku. Við göngum út og látumst ekki heyra. Annars bíður mulningsvélin. Til þess er leikurinn gerður. Þöggun í boði auðvalds. Klausturfólk hefur unnið.