Færslur

Sýnir færslur frá apríl 12, 2015

Vandræðagangur vegna vinnumats.

Mynd
Það kemur fyrir einstaka sinnum í lífi mínu að ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég er í þeim sporum nú og hef verið meira eða minna frá áramótum. Það sem setur mig í svona mikil vandræði er hvort ég á að segja já eða nei við nýju vinnumati framhaldsskólakennara. Það eitt að ég sé í svona miklum vandræðum finnst mér slæmt. Vinnumatið er flókið og satt best að segja skil ég lítið í því. Ég þori að opinbera fávisku mína því ég var á fundi um daginn og þar kom í ljós að ég er alls ekki ein. Þetta eitt og sér er slæmt. Það er slæmt að vinnumat sem fólk á að vinna It's complicated. eftir sé ógegnsætt og flókið. Ég get hins vegar sætt mig við það; það er flókið að meta þetta og ég sé fram á að vinnumatið munu slípast til með tímanum. Sumir eru ósáttir almennt við vinnumat og það er alveg sjónarmið í sjálfu sér. Hins vegar er það alveg ljóst að framhaldsskólakennarar samþykktu vinnumat í síðasta kjarasamningi. Vilji fólk almennt ekki vinnumat þá hefði átt að fella þann samning