Færslur

Sýnir færslur frá apríl 6, 2014

Flísin og bjálkinn.

Mynd
Þann 16. janúar sl. var ákveðið að setja kjörnum fulltrúum Þingeyjarsveitar siðareglur . Tímasetningin er ótrúlega skemmtileg en við skulum gefa okkur að hún sé tilviljun. Siðareglurnar eru ágætar, ég gat alveg samþykkt þær. Nr. 2. er t.d. góð: 1.       Ábyrgð Kjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera tilbúnir að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og rökstyðja þær. Þeir skulu svara íbúum sveitarfélagsins eins og kostur er um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar.   Nógu vel hljómar hún en við skulum ekki gleyma að það er ekki nóg að hafa góðar reglur ef eftir þeim er ekki farið. Það eru t.d. til ágætar reglur um opinbera stjórnsýslu og þarf ekki að setja fram einhverjar tillögur þeim til breytinga. Það þarf bara að fara eftir þeim. Eins og t.d. ráða hæfasta umsækjandann. Þá er 4. grein ágæt líka en þar kveður á um Háttvísi, virðingu og valdamörk . 4.      gr. Háttvísi, virðing og valdamörk Í störf

Kaffitími

Mynd
40. Fræðslunefndarfundur dags. 6.5.2013 45. Fræðslunefndarfundur dags. 2.4. 2014 http://www.thegraffitigirl.com/gallery/

Víkjandi vanhæfi

Mynd
Ég er gift og ósköp sátt við það. Tengdapabbi minn átti fjóra bræður. Einn þeirra flutti til Reykjavíkur, gifti sig og eignaðist börn og svo barnabörn. Fyrir fjórum árum síðan flutti eitt þessara barnabarna til Þingeyjarsveitar og fékk viðskiptahugmynd. Sendi erindi til sveitarstjórnar. Þá var ég nýsest í sveitarstjórn og fannst eðlilegt að láta vita af þessum tengslum. Varð niðurstaðan sú að ég véki af fundi meðan erindið væri rætt. Svona erum við nú ströng í Þingeyjarsveit. Bara gagnvart sumum samt auðvitað, ekki öllum.

Hvatning til íbúa Þingeyjarsveitar

Mynd
Samstaða efnir til fundar í Ljósvetningabúð í kvöld. Þar eiga að vera framsögur og málefnavinna. Þetta er vel gert og vert að þakka. Það virðist ekki nást samkomulag um mótframboð svo Samstaða verður sjálfkjörin í vor og situr ein að völdum næstu fjögur árin. Ef þið viljið hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins þá verðið þið að mæta í kvöld . Þið fáið að vísu ekki að raða á listann en þið getið haft áhrif á málefnavinnuna. Sérstaklega hvet ég foreldra barna í Þingeyjarskóla til að mæta. PS: Það má vera þversagnakennt að ég mæti ekki en ég er búin að reyna að leggja Samstöðu eins mikið lið og ég mögulega get.