Þann 16. janúar sl. var ákveðið að setja kjörnum fulltrúum Þingeyjarsveitar siðareglur . Tímasetningin er ótrúlega skemmtileg en við skulum gefa okkur að hún sé tilviljun. Siðareglurnar eru ágætar, ég gat alveg samþykkt þær. Nr. 2. er t.d. góð: 1. Ábyrgð Kjörnum fulltrúum ber að starfa af kostgæfni, fyrir opnum tjöldum og vera tilbúnir að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og rökstyðja þær. Þeir skulu svara íbúum sveitarfélagsins eins og kostur er um framkvæmd þeirra starfa sem þeir bera ábyrgð á sem kjörnir fulltrúar. Nógu vel hljómar hún en við skulum ekki gleyma að það er ekki nóg að hafa góðar reglur ef eftir þeim er ekki farið. Það eru t.d. til ágætar reglur um opinbera stjórnsýslu og þarf ekki að setja fram einhverjar tillögur þeim til breytinga. Það þarf bara að fara eftir þeim. Eins og t.d. ráða hæfasta umsækjandann. Þá er 4. grein ágæt líka en þar kveður á um Háttvísi, virðingu og valdamörk . 4. gr. Háttvísi, virðing og valdamörk Í störf
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.