Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 25, 2007

Það er vont, það er vont... og það venst ekki

Öllum ætti að vera það ljóst að það er að koma upp vond staða í grunnskólum landsins. Grunnskólakennarar hafa setið eftir í verðbólgunni og eru nú lægst launaða kennarastéttin. Sem væri kannski allt í lagi ef ekki munaði talsverðu. Eftir 7 vikna verkfall 2004 erum við nú verr sett en áður, kaupmáttur okkar hefur rýrnað töluvert. Nú er það alveg rétt að kennarastéttin samþykkti þennan samning sem fól ekki í sér nein rauð strik. Forysta kennarasambandsins reið um héruð og hvatti fólk til að samþykkja hann þó svo að teikn væru á lofti um aukna verðbólgu. Kannski hefur þetta 51% stéttarinnar sem samþykkti þetta treyst á enduskoðunarákvæði 16.1. Hvernig fólk gat trúað því eftir að stéttin var svínbeygð og svo sparkað í andlitið á henni að Launanefndin myndi henda í okkar plástri finnst mér óskiljanlegt með öllu. Enda hefur reynslan sýnt það að á okkur yrði ekki migið þótt í okkur kviknaði. Á þessu ber enginn neina ábyrgð. Ríkisstjórnin enga ábyrgð. Það muna það væntanlega allir þegar 45.000