Færslur

Sýnir færslur frá janúar 10, 2016

Sokkasvartholið

Mynd
Þau eru ýmisleg heimilisverkin og taka mismikinn tíma. Að klæða sjálfa sig og börnin í sokka er samt eitt af því sem ætti ekki að taka mikinn tíma. Sá verknaður er þó með þeim tímafrekari því einhverra óskiljanlegra hluta vegna finnast aldrei samstæðir sokkar!  Þetta kristallaðist nýverið þegar ég stóð yfir sokkaskúffunni með sjö sokka í höndunum og engan samstæðan.  Mér er þetta óskiljanlegt. Það sem ég kaupi mest af, fyrir utan matvöru, eru sokkar. Ég fer sjaldan í Rúmfatalagerinn án þess að kippa með 10 para pakkningu af sokkum fyrir strákana. Aldrei samstæðir sokkar í sokkaskúffunum. Ef samstætt par finnst er það iðulega götótt.  Ég stend á gati fyrir þessum ósköpum. Ég skil ekki þessi undur. Það skal viðurkennt að strákarnir hlaupa stundum út á sokkaleistunum og sokkar eru almennt ekki hannaðir fyrir steypu og möl. Ég stend á öskrinu og er orðin "þessi mamma" sem ég ætlaði aldrei að verða en það gengur illa að stöðva þetta. Það gæti skýrt götin á sokkunum. Þa