Færslur

Sýnir færslur frá apríl 19, 2009

Mér gæti skjátlast...

Mynd
...en mikið held ég að þessum Bubba... ...myndi ekki líka við þennan Bubba.

Hugleiðingar um köttinn

Mynd
Ég er alveg miður mín út af kettinum. Hann var búinn að læra alveg á kassann og var líka að læra að vera gæludýr. Hann var alveg rosalega duglegur að bjarga sér og fór um alla íbúð og var m.a.s. byrjaður að fara út. Hann fór bara hringinn í kringum húsið af því að það er enn þá snjór en ég var búin að kaupa ól á hann og ætlaði að hafa hann í löngu bandi í sumar í garðinum. Ég sá hann alveg fyrir mér feitan og pattaralegan í sólinni í sumar. Samspil hans og stráksins var líka skemmtilegt. Hann sleikti hárið og stráknum og beit hann í tærnar og strákurinn togaði í eyrun á honum. Þeir virtust báðir hafa gaman af þessu. Þegar við ákváðum að fara suður þá veltum við því talsvert fyrir okkur hvað við ættum að gera við köttinn. Okkur datt í hug að taka hann með en höfðum áhyggjur af að næstum 6 tíma keyrsla færi illa í hann auk þess sem það eru tveir gamlir gamlir og heimaríkir kettir heima hjá mömmu. Okkur datt í hug að láta passa hann á býlinu en þar eru 7 kettir og við óttuðumst að hann y