Viðmælandi: Hún er alltaf að stækka.
Ég, ægilega raunamædd: Já, ég veit...
Viðmælandi: Hérna... Hvað er þetta eiginlega?
Ég: Þetta er nú bara bóla.
Viðmælandi: Sem stækkar bara og stækkar og stækkar...
föstudagur, september 10, 2004
fimmtudagur, september 09, 2004
Ég er með þvílíka viðbjóðskýlið á enninu að það hálfa væri hellingur. Það er svo stórt og svakalegt að það er orðið erfitt að halda höfðinu í uppréttri stöðu. Það er svo hrikalega hjúmongus og eld-eldrautt að þetta er orðið issjú í vinnunni. Í þau örfáu skipti sem ég hef fengið smá bólu á mitt annars lýtalausa skinn þá hefur enginn nefnt það einu orði. Og eru þó unglingar í meirihluta í vinnuumhverfi mínu. En þetta er þvílíkur hryllingur að það verður ósjálfrátt eitt helsta umræðuefni dagsins. Það er farið að tala um mig sem ,,Ásta og bólan". Ég er sumsé ekki lengur bara eintala þótt þetta sé nú ekki tvítalan sem ég hafði í huga. Samkennari minn horfði á mig áðan og spurði kurteislega hver hefði verið að skalla mig ósköpin eru þvílík.Og það er ekki nokkur leið að ná greftrinu úr þessu ógeði, hann liggur svo djúpt. Ég er búin að margráðast á ófétið og misþyrma yfirborðinu sem verður bara rautt og voðalegri vessavellandi viðbjóður við hverja árás en hroðbjóðurinn haggast ekki. Ég er alvarlega að íhuga akút aðgerð. Eru lýtalæknar með neyðarsíma?
miðvikudagur, september 08, 2004
Það er dálítið merkilegt upplifelsi að vera í erfiðri vinnu og allir halda að maður sé ekkert að gera. Hvað ætli að þetta sé kallað? Lítilsvirðing kannski?
Það er samt ekki eins og þetta sé eitthvað sem ég hef bara haft á tilfinningu. Langt í frá. Um daginn t.d. var verið að bera saman launahækkanir kennara og annarra starfsstétta í sjónvarpinu. Það vill reyndar svo skemmtilega til að samanburðar starfstéttirnar útheimtu ekki háskólapróf til starfans. Til þess að geta verið grunnskólakennari þarf háskólapróf en prófið er einskis virði eins og könnun sýndi hér um daginn. Samfélaginu finnst prófið einskis virði eins og þessi samanburðarfrétt bar klárlega með sér.
Og svo halda allir að maður sé ekki að vinna fullan vinnudag. Merkilegt alveg. Er það vegna þess að tvo daga í viku þarf ég ekki að vera í byggingunni í nema 6 klukkutíma? Ég sit reyndar bara næstum öll kvöld við undirbúning og yfirferð verkefna. Ætli að það sé vegna þess að ég kenni bara 30 stundir á viku? Það er nú reyndar gott líf, ég hef aldrei kennt svona lítið áður. Ég er náttúrulega bara að meðaltali í 5 klukkutíma í kennslu. Það er líka svo auðvelt að kenna að meðaltali 22 börnum í einu. Sérstaklega núna þegar Fræðslumiðstöð predikar einstaklingsmiðaða kennslu. Þar er nú svo ljúft og einfalt að vera með tuttugu og tvöfalt námsefni í gangi tala nú ekki um þegar maður er á einföldu skítakaupi. Ég er náttúrulega bara að þessu af hugsjón. Ég þarf ekkert að lifa neitt, neinei.
Það er samt ekki eins og þetta sé eitthvað sem ég hef bara haft á tilfinningu. Langt í frá. Um daginn t.d. var verið að bera saman launahækkanir kennara og annarra starfsstétta í sjónvarpinu. Það vill reyndar svo skemmtilega til að samanburðar starfstéttirnar útheimtu ekki háskólapróf til starfans. Til þess að geta verið grunnskólakennari þarf háskólapróf en prófið er einskis virði eins og könnun sýndi hér um daginn. Samfélaginu finnst prófið einskis virði eins og þessi samanburðarfrétt bar klárlega með sér.
Og svo halda allir að maður sé ekki að vinna fullan vinnudag. Merkilegt alveg. Er það vegna þess að tvo daga í viku þarf ég ekki að vera í byggingunni í nema 6 klukkutíma? Ég sit reyndar bara næstum öll kvöld við undirbúning og yfirferð verkefna. Ætli að það sé vegna þess að ég kenni bara 30 stundir á viku? Það er nú reyndar gott líf, ég hef aldrei kennt svona lítið áður. Ég er náttúrulega bara að meðaltali í 5 klukkutíma í kennslu. Það er líka svo auðvelt að kenna að meðaltali 22 börnum í einu. Sérstaklega núna þegar Fræðslumiðstöð predikar einstaklingsmiðaða kennslu. Þar er nú svo ljúft og einfalt að vera með tuttugu og tvöfalt námsefni í gangi tala nú ekki um þegar maður er á einföldu skítakaupi. Ég er náttúrulega bara að þessu af hugsjón. Ég þarf ekkert að lifa neitt, neinei.
mánudagur, september 06, 2004
Það hjuggu fleiri en ég eftir því í fréttunum um daginn þegar Finnbogi formaður félags grunnskólakennara sagði að samninganefnd kennara hefði gefið eftir en ekki samninganefnd sveitafélaganna. Þetta er verulega slæmt. Ég veit að allar samningaumleitanir fela í sér tilslökun en þegar annar aðilinn gefur eftir en hinn ekki neitt, þá er illt í efni. Enda er það alveg augljóst að samninganenfd sveitafélaganna er alveg skítsama um kennara. Lítilsvirðingin gagnvart samninganefndinni okkar og þ.a.l. okkur er algjör.
Varðandi vinnutímarammann. Ég er búin að fylla minn út og skv. honum hefði ég mátt fara klukkan tvö í dag. Ég komst hins vegar ekki út um dyrnar fyrr en nokkrar mínútur í fjögur. Ég þurfti að fylla út rammann svo ég fengi greidda yfirvinnu ef hún yrði einhver. Þegar fólk er að vinna fameftir þá fær það samt aldrei neina yfirvinnu því þá er alltaf vísað í ,,sveigjanleikann". Maður má sem sagt fara fyrr einhvern annan dag í staðinn. Yfirleitt kemur reyndar eitthvað upp á þann daginn svo maður kemst ekki út fyrr en klukkan fjögur en það er svona. Mér var líka sagt þegar ég var að fylla út rammann að hann væri ,,bara svona viðmiðun. Þú mátt alveg vinna lengur." Ó, vei.
Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju það er svona nauðsynlegt að binda kennara við bygginguna eftir að þeir eru búnir að kenna. Hvaða gríðar máli skiptir það hvort maður undirbúi kennsluna heima hjá sér eða í skólanum? Er ekki þróunin alls staðar annars staðar að losa um þessa bindingu? Þetta er bara vantraust á okkur, okkur er ekki treyst til þess að vinna vinnuna okkar.
Varðandi vinnutímarammann. Ég er búin að fylla minn út og skv. honum hefði ég mátt fara klukkan tvö í dag. Ég komst hins vegar ekki út um dyrnar fyrr en nokkrar mínútur í fjögur. Ég þurfti að fylla út rammann svo ég fengi greidda yfirvinnu ef hún yrði einhver. Þegar fólk er að vinna fameftir þá fær það samt aldrei neina yfirvinnu því þá er alltaf vísað í ,,sveigjanleikann". Maður má sem sagt fara fyrr einhvern annan dag í staðinn. Yfirleitt kemur reyndar eitthvað upp á þann daginn svo maður kemst ekki út fyrr en klukkan fjögur en það er svona. Mér var líka sagt þegar ég var að fylla út rammann að hann væri ,,bara svona viðmiðun. Þú mátt alveg vinna lengur." Ó, vei.
Mér er algjörlega fyrirmunað að skilja af hverju það er svona nauðsynlegt að binda kennara við bygginguna eftir að þeir eru búnir að kenna. Hvaða gríðar máli skiptir það hvort maður undirbúi kennsluna heima hjá sér eða í skólanum? Er ekki þróunin alls staðar annars staðar að losa um þessa bindingu? Þetta er bara vantraust á okkur, okkur er ekki treyst til þess að vinna vinnuna okkar.
sunnudagur, september 05, 2004
Smiðurinn kom upp í bústað í dag og við systur vorum handlangarar hjá honum. Það er byrjað á grindinni undir klæðninguna. Það er gott, mér líður strax betur að þetta sé byrjað. Var að negla tappa í gegnum spýturnar og í vegginn svo skrúfurnar fái betra tak. Það er bara skrambi erfitt að negla svona. Minnti mig á þegar ég vann einu sinni sem handlangari hjá smið í eina viku, þetta var bara tímabundið verkefni. það var mætt klukkan hálfsjö á morgnana og unnið til sjö hálfátta á kvöldin. Manni finnst nú ekki mikið mál að negla einn nagla en þegar þeir voru komnir upp í 50 og miklu meira eftir þá var mér alveg hætt að lítast á blikuna. Svo fékk ég blöðrur á alla putta. Laumaðist í sjúkrakassann til að teipa og fór svo í hanska utan yfir svo hann sæi ekki umbúðirnar. það var nefnilega beðið um karlmann í verkið og ég vildi standa mig vel fyrir kvenþjóðina.
En þetta var nú ekki svona erfitt í bústaðnum í dag.
En þetta var nú ekki svona erfitt í bústaðnum í dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...