Færslur

Sýnir færslur frá júní 16, 2013

Að vera rekin úr kór.

Þegar ég flutti þvert yfir landið 2005 þá var strax nefnt að það vantaði alltaf fólk í kirkjukórana. Ég er engin diva, það er vitað, en mér finnst gaman að syngja. Sem hluti af aðlögunarferli og til að fá smá félagsskap þá mætti ég á kirkjukórsæfingar í næstu kirkju . Kórstjórinn bjó á sömu þúfu og tók mig bara með á æfingarnar. Við uppgötvuðum að ég er alt og það tók svolítinn tíma að láta mig ná tóni en það tókst. Mér var stillt upp á milli hinna alt raddanna og svo sungu þær í eyrun á mér á 1-2 æfingum og þar með var það komið. Mér þótti gaman í kórnum og að taka þátt í því félagsstarfi sem honum fylgdi.  Ég söng líka gamanvísur á starfsmannaskemmtun eitt sinn og þar var þaulreyndur tónlistarmaður . Hann kallaði mig til sín til að segja mér alveg sérstaklega að ég gæti bara alveg sungið. Var ég frekar ánægð með mig eftir það. Löngun mín og vera í kirkjukór er líka af öðrum meiði. Ég vil gjarnan að Guð sé til þótt ég efist um það. Þannig að vera mín í kórnum var