Þann 19. des. sl. féll snjóflóð á veginn við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði. Snjóflóðið var um 500 metrar og lokaði veginum í ca. 16 klukkutíma. Maðurinn minn og tveir synir okkar höfðu verið á Akureyri fyrr um daginn. Vegna jólainnkaupa voru þeir seinna á ferð en vanalega og komust ekki heim. Eyddu þeir nóttinni í góðu yfirlæti í Stórutjarnaskóla ásamt fleira fólki. Ég er þakklát öllum góðum öflum að þeir voru heilir á höldnu. Á sama tíma spyr ég mig hvernig þetta gat gerst. Hvernig stendur á því að seint á árinu 2019 getur 500 metra snjóflóð fallið á hringveg 1 á Íslandi algjörlega óforvarendis? Þetta er þekkt snjóflóðasvæði. Eru ekki til einhverjar græjur sem meta hættuna á snjóflóðum? Einhverjar aðferðir til sjá fyrir líkurnar á snjóflóði? Snjóflóðið komst í fréttir en lítil umræða skapaðist um það og lítill áhugi. Eini maðurinn sem velti fyrir sér alvarleika málsins var Einar Sveinbjörnsson en hann setti eftirfarandi færslu á facebook: Þetta er vissulega e
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.