Þegar það er meira um að vera í raunheimum þá bloggar maður minna. Ég fór á fyrirlestur hjá Andra Snæ um daginn og skemmti mér vel. Er enn meira á móti álverinu en áður. Þetta var velheppnað kvöld fyrir utan síðasta ræðumann sem missti sig í tilfinningasemi. Birti myndir af nýfæddum börnum og fuglum í slidesjóinu. Frekar vont að myndin sem fólk gekk út með var af crazy tree hugger. En það er svona. Ég keypti bókina og er nú að lesa hana. Hún er góð og ég hvet alla til að lesa hana. Andri fer skemmtilega leið að hlutunum. Ég hef aldrei lesið neitt eftir hann áður. Bæti úr því í sumar. Að öðru leyti er allt ágætt að frétta af Norðurlandi. Að vísu er vegið mjög gróflega að mér faglega en ég get auðvitað ekki útlistað það nákvæmar. En ég ætla ekki að láta valta yfir mig nú frekar en fyrr. Rauð(h)ærði bóndinn minn verður bara yndislegri og sætari eftir því sem tíminn líður. Það er að snjóa núna um hábjargræðistímann og ég er ferlega ánægð. Þá getur hann nefnilega verið meira hjá mér:)
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.