laugardagur, apríl 23, 2005



Mér finnst auglýsingarnar frá Umferðarstofu með fokkjú krökkunum fyndnar. En mér finnst áherslur Umferðarstofu alrangar. Auglýsingin með konunni þar sem hún æpir á kerlinguna (sic) ,,Beygðu, helv.. beyglan þín, það er komið grænt!" lýsa því mjög vel. Af hverju í ósköpunum situr konan kyrr þegar það er komið grænt ljós? Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að það er konan sem situr kyrr á grænu ljósi sem er vandamá´lið. Það er vissulega óþarft að öskra og bölsótast fyrir framan börning er viðbrögðin eru skiljanleg.
Ég keyri daglega upp ó Breiðholt á þrefaldri götunni og það kemur mjög oft fyrir að það keyra þrír bílar samhliða. Helst á 40. Hversu oft kemur það fyrir að fólk er að silast vinstra megin? Ef það er farið fram úr þér hægra megin þá ert þú á rangri akrein. Þegar fólk er farið að keyra uppi í rassgatinu á þér þegar þú ert vinstra megin þá ert þú á rangri akrein.
Og klukkan átta á morgnan eða fjögur og fimm á daginn þá er reglan um þriggja bíla bil bara út í hött. Að snögghemla á gulu ljósi klukkan átta á morgnana eða fjögur og fimm á daginn með bílaflota á eftir þér er ekki í lagi. Þegar þú ert að keyra fremst(ur) með auða og fagra götu fyrir framan þig en heilan bílaflota fyrir aftan þig þá er eitthvað að. Ef þú þorir ekki að keyra klukkan átta á morgnana eða fjögur og fimm á daginn þá áttu ekki að vera að keyra á þessum tíma.
Ég mæli eindregið með því að Umferðarstofa fari að beina sjónum sínum að öllum fíflunum í umferðinni. Það má líka alveg beina athygli að fleiri umferðarreglum en bara þessum um hámarkshraða. Eins og t.d. þessari með vinstri akreinina. Eða að maður eigi að hreinsa gatnamótin á álgstímum.
Ég reyndi að óska lesendum gleðilegs sumar á fimmtudag en þá var Blogger með einhverja stæla. Svo ég geri það bara hér með. Gleðilegt sumar!
Læt fylgja með mynd úr Sumarkomusöngleik 9. bekkjar.


Var í afmælispartýi á miðvikudag og skemmti mér konunglega. Geimaldargræjan dælir úr sér unaðskaffi svo nú miðast kaffihúsaferðir við Heimacafé.

Í gær fór ég svo með litlu systur í hesthúsin og kemdi hrossum. Vildi sem minnst vera inni í hesthúsinu því ég fékk þvílíkt ofnæmiskast síðast að það halfa væri hellingur. Frétti reyndar í afmælisboðinu af nýju ofnæmislyfi sem mig langar til að prófa. Þegar maður er með svona víðtækt ofnæmi eins og ég þ.ótt það sé í vægari kantinum þá er erfitt að finna lyf sem virkar á allt. hestsrnir, spænirinn og heyið virðast fara illa í mig. Undarlegt alveg. Ég slapp samt nokkuð vel í gær.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Undarlegt nokk þá var ég ekki kosin í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Skil náttúrulega ekkert í því, svona frábær eins og ég er. Ég reyndi þó alla vega. Nú get ég haldið áfram að nöldra úti í horni. I did try. Ég veit ekki hvort ég á að vera eitthvað sorrí, svekkt og sár yfir þessu. Ég nefnilega pínu fegin þótt ég skilji ekki alveg af hverju það er.
Gætið ykkar á gráum Saab KR-064
Vá, þvílík frekja! Ég og systir mín, sem á afmæli í dag btw. vorum á leiðinni út innkeyrslunni hjá mömmu en það var bíll efst sem lokaði innkeyrslunni. Hann var þarna þegar við komum út og meðan við snérum við og var enn þá þegar við keyrum upp að honum. Systir mín var tímabundin svo hún svona réttir upp hödina að stúlkunni sem var eitthvað að hlaupa þarna fram og til baka og þá öskrar stelpan ,,Já, bíðið þið bara!" Við náttúrulega nei, sögðum henni að við værum tímabundnar en hún öskrar bara aftur með dónaskap og frekju við yrðum bara að bíða og drengurinn á bílnum byrjar eitthvað að yppa sig og senda fuck merki og er svo að myndast við að bakka út og ég og keyri á eftir honum þá ræður hann ekki betur við bílinn en það að hann missir hann aðeins niður hallann og búmpar honum framan á minn bíll. Þá veður drengurinn öskrandi og æpandi út úr bílnum að ég sé að keyra á hann eitthvað bölvað bull, stælar og læti. Best að taka fram að það sást á hvorugum bílnum. Systir mín bendir honum á að það var nú hann sem keyrði á mig en hann heldur áfram að öskra með dónaskap, stæla og læti. Svo systir mín tekur upp símann og segist bara ætla að hringja á lögregluna en nei, þá mátti það ekki. Svo hann reynir að róa sig og spyr þar sem við séum bæði á hraðferð hvort við eigum ekki að sleppa þessu. Svo eg segi að hann hafi verið með dónaskap og ef hann biðji mig afsökunar á því þá skuli ég gleyma þessu. Og hann má eiga að hann biður mig afsökunar en sendir mér svo fuck merki þegar hann heldur að ég sjái ekki til. Svo sest stelpan undir stýri og þau keyra í burtu. Nú í fyrsta lagi : Hann eyðilagði afsökunarbeiðnina með fuck-merkinu svo ég ætti að hringja í lögregluna. Í öðru lagi þá skil ég ekki af hverju, ef hann var svona sannfærður um ég hefði keyrt á hann, að það mátti ekki hringja á lögregluna. Í beinu framhaldi af því þá er ég nú að velta fyrir mér hvers vegna þau voru svona ofboðslega æst og hvort það sé ekki eitthvað ankanalegt ástand. Ég held svei mér þá að ég ætti að hringja í lögregluna.

mánudagur, apríl 18, 2005

But then again, back-up plan never hurts. And I got one ready.
Sumarkomuhátíðin er alveg að smella saman. Ég get ekki neitað að ég var pínu stressuð um helgina, fannst frekar langt í land. En svo æfðu þau leikritið í dag og það gekk bara svona ljómandi vel. Tilfellið er að hlutirnir smella yfirleitt saman á lokasprettinum. Þetta verður stórskemmtilegt.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Ég er svo sem enginn sérfræðingur í ritningunum, skrifunartíma þeirra eða þýðingunum í gegnum aldirnar. Mér finnst samt eins og ég hafi heyrt að sú þýðing sem við höfum hingað til notast við sé meingölluð og í hana hafi verið bætt síðari tíma fordómum og dómhörku sem ekki er til staðar í frumtexta. Svo ég held að Gunnari í Krossinum skjátlist algjörlega. Það væri gaman ef einhver vissi eitthvað um þetta. Ég nenni ekki alveg að pæla í gegnum mikla doðranta núna.
" I am not full of virtues and noble qualities. I love. That is all. But I love strongly, exclusively and steadfastly. "
George Sand: Impromptu (1991)
George Sand var líka svona félagslega óviðeigandi kona sem passaði ekki upp á arminn. Hún fékk samt manninn sem hún elskaði.
Yeah, I'm pathetic and singing the bloody blues. So fucking what!?

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...