Færslur

Sýnir færslur frá mars 23, 2008

Hitt og þetta

Þá eru páskarnir komnir og farnir. Ég er mætt galvösk í vinnuna nema hvað það er engin vinna! Samviskusemin ríður ekki við einteyming. Við brugðum okkur suður fyrir páska til að fara í fermingu. Nú er litla frænka orðin stór. Sveitavargurinn brá sér vissulega í búðir og eyddi peningum. Okkar tókst samt alveg að klikka á að fara í matvöruverslun og komum heim að tómu koti seint á miðvikudagskvöld. Sem betur fer eigum við fína frystikistu sem ýmislegt leyndist í. Þegar við fórum að mjólka á páskadagsmorgun var ein kýrin dottin í flórinn, hafði einhvern veginn tekist að lyfta grindinni og detta niður. Hún hafði greinilega verið búin að sprikla í einhvern tíma því hún var alveg að niðurlotum komin og komin með kölduna. Það var sprautað á hana heitu vatni og mikið mál að koma henni upp því hún sjálf gerði ekkert. Væntanlega orðin dofin í löppunum, greyið. Sem betur fer tókst að koma henni upp en hún er eitthvað dauf í dálkinn. Spurning að fá dýrasálfræðing til að veita áfallahjálp. Snati ve