Gott fólk, þar kom að því. Lausnin er fundin. Eftir áralanga ósamstöðu um skólamál sveitarfélagsins hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, fært okkur lausnina . Einkaskóli! Við förum bara að fordæmi Tálknafjarðar og fáum Margréti Pálu með Hjallastefnuna til að reka Þingeyjarskóla. (Ekki Stórutjarnaskóla auðvitað, það er samstaða (pun intended) í sveitarfélaginu um engar breytingar þar.) Þingeyjarskóli er rekinn á tveimur starfsstöðvum. Hjallastefnan gengur út á að aðskilja kynin í ákveðinn tíma. Annað húsnæðið verður strákaskóli og hitt stelpuskóli. Þetta er svo brilljant, svo snjallt, svo yndislega einfalt. Afpöntum sálfræðinginn og alla skólamálasérfræðingana og hringjum í Margréti Pálu. Málið dautt.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.