Við vitum það vel að menn sitja í dómarasætum á Íslandi vegna tengsla og kunningsskapar. Ég hélt að mesta hættan væri pólitísk tengsl. Mér hreinlega bregður þegar ég les þetta: Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við þeirri beiðni 31. júlí síðastliðinn og þann úrskurð staðfesti Hæstiréttur í gær. Meirihluti dómenda Hæstaréttur í málinu, þeir Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson, telur að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur til að ætla að maðurinn brjóti gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni eða raski friðar hennar á annan hátt. Ég held að það sé orðið ljóst að hér þurfi að breyta leikreglum og velja hæfasta dómarann.
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.