Færslur

Sýnir færslur frá 2017

Að sleppa tökunum

Mynd
Ég hélt að örlögin væru ráðin. Ég hélt það virkilega. Að við myndum eldast saman í húsinu sem við byggðum saman. Að við myndum deyja á þessari þúfu og hvíla í Þóroddskirkjugarði hjá stúlkunni okkar. En það mun ekki verða. Enginn veit hvar hann dansar næstu jól. Við verðum að fara. Við viljum það ekki. Við viljum vera hér, lifa hér, ala upp börnin hér. En það er ekki hægt. Við verðum að fara. Drengjunum okkar líður vel í skólanum sínum. Mér líður vel í vinnunni minni. Við búum mitt á milli.  Sennilega er best að fara sem lengst. Nýtt upphaf. Við verðum saman. Við verðum alltaf fjölskylda. Við eignumst annað heimili þótt það sé ekki húsið sem við byggðum. Við deyjum þótt það verði ekki á þúfunni okkar.  Það fýkur yfir sporin og minningin fölnar.  En það er sárt núna.

Ríkisstjórn með eða án VG

Mynd
Vinstri hreyfingin-grænt framboð missti fylgismenn þegar hún "sveik" málstaðinn og samþykkti að sækja um aðild að ESB. Ég var ákaflega ósátt við það þá en nú segi ég sem betur fer því það er fullvissa mín að velferðarkerfið hefði verið skorið inn að beini á árunum eftir hrun ef VG hefði ekki verið í ríkisstjórn. Því hvaða flokkar hefðu verið í ríkisstjórn annars? Nei, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki "sætasta skvísan" á ballinu, við vitum það vel. En hver er hinn möguleikinn? Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki án VG. Er það virkilega betra?  Nú er talað um að VG sé að leiða Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Ef VG gerir það ekki þá er VG að leiða ultra hægri stefnu í ríkisstjórn. Getur það mögulega verið betra? Ég held að það sé betra að hafa taumhald á íhaldinu frekar en að leyfa því að leika lausum hala.

Félagsheimili sveitarfélagsins.

Mynd
Þingeyjarsveit á nú þegar þrjú vegleg félagsheimili og virðist vera bæta því fjórða við með breyttu fyrirkomulagi á Seiglu. Alla vega get ég ekki séð annað miðað við starfslýsingu forstöðumanns en það er auðvitað svo margt sem ég hvorki veit né skil. Hins vegar gleður það mig mikið að byrjað er að sameina félagsheimilin undir eina yfirstjórn því væntanlegur forstöðumaður á einnig að reka Breiðumýri. Mér þætti eðlilegt að öll yfirumsjón útleigu félagsheimila og annarra veislusala sveitarfélagsins væri á einni hendi. Ástæða þess er sú að nú sjá húsverðir eða skólastjórnendur um sitt húsnæði og viðkomandi hefur aðeins yfirsýn yfir sitt hús. Það er leitt ef sveitarfélagið missir af nýtingu húsnæðis vegna þess að eitt húsið er bókað og viðkomandi húsvörður/skólastjórnandi veit ekki að annað húsnæði er laust. Þá vill nú brenna við að fólk vill leigja „sitt“ hús á „sínu“ svæði. Það getur verið erfitt fyrir húsvörð/skólastjóra að hafna slíkri beiðni vegna tengsla og tilfinninga

Mótvægisaðgerðirnar - útskýringar óskast.

Mynd
Formáli. Hitamálið í sveitarstjórnarkosningunum 2014 í Þingeyjarsveit var boðuð sameining beggja skóladeilda Þingeyjarskóla undir eitt þak. Flestum var ljóst að það þak væri í Aðaldal og hrikta myndi í stoðum Lauga. Til að vega upp á móti þeim víbringi setti Samstaða fram eftirfarandi kosningaloforð: Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér. ( Sjá hér.) Mótvægisaðgerðir eru tískuorð sem skaut upp kollinum í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun og var upphaflega notað um neikvæð umhverfisáhrif. Upphaf mótvægisaðgerða. 18. desember 2014 skipaði sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í starfshóp um mótvægisaðgerðir. Voru valin til að sitja í hópnum Arnór Benónýsson og Heiða Guðmundsdóttir fyrir A-lista Samstöðu og Ragnar Bjarnason fyrir T-lista Sveitunga. Þann

Vitur eftir á

Mynd
Þann 20. maí síðastliðinn voru útskrifaðir 34 nýstúdentar frá Framhaldsskólanum á Laugum . Í skólaslitaræðu sinni kom skólameistari inn á stöðu framhaldsskólanna almennt en einnig sagði hann þetta: Það er ekki sjálfgefið að skólahald verði á Laugum um aldur og ævi þrátt fyrir að það hafi verið hér lengi. Ein leið til að styðja við skólann er sú hugmynd að sveitarfélögin Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur ættu að sameinast um rekstur unglingadeildar grunnskólanna á Laugum í samvinnu við Laugaskóla. Ég hugsa reyndar að sveitastjórnirnar og þá væntanlega meirihluti íbúa deili ekki þessari sýn með mér. Enda er hún kannski hugsuð út frá hagsmunum Laugaskóla, þó svo að ég haldi að hagsmunir Laugaskóla og sveitarfélaganna hljóti óneitanlega að fara saman. Þegar sameining Litlulaugaskóladeildar og Hafralækjarskóladeildar undir eitt þak var í burðarliðum voru margir (aðallega á skólasvæði Litlulaugaskóladeildar) sem bentu á þá hættu að fjara myndi undan Framhaldsskólanum á Laugu

Litla bleika kúlutjaldið

Mynd
Við hjónakornin kynntumst um vorið 2006 og hófum þá tilhugalífið. Um sumarið komst unnusti minn að því að ég hefði aldrei sofið í tjaldi og ákvað, eins og góðum unnusta sæmir, að bæta úr því hið snarasta. Þannig að einhvern tíma um sumarleytið 2006 keyrðum við turtildúfurnar af stað með litla, bleika rúmfatalagerskúlutjald systur hans í farteskinu á vit ævintýranna. Bleika kúlutjaldið truflaði mig ekkert enda er ég bæði víðsýn og ósnobbuð. Einhvers staðar á leiðinni stoppuðum við í kaupfélagi og ástmögurinn keypti þessa líka stóru fínu vindsæng fyrir okkar að sofa á og tilheyrandi pumpu.  Svo keyrðum við á tjaldstæðið í Fellabæ og slógum upp tjaldi. Ókey, við erum að tala um 2006. Það var ekki eitt einasta tjald á tjaldstæðinu, bara misrisastórir tjaldvagnar og húsbílar. Víðsýna, ósnobbaða konan sá það, hún tók eftir því en það skipti hana engu máli. Snerti hana ekki. Svo byrjaði elskhuginn að pumpa í vindsængina, pumpan tengd í bílinn og svo drundi í henni. Svona "já, halló

Tæknifrúin: Net-eyðublöð

Ég eins og flestir kennarar hef stuðst talsvert við jafningjamat í kennslunni. Gallinn var að klippa niður miða eða prenta út fjöldann allan af blöðum og svo að taka saman niðurstöðuna. En þar sem að ég hef google reikning eins og flest allir android notendur þá hef ég notast við google forms í tilgangi. Í fyrsta lagi þá þarf ekki að eyða pappír, nemendur geta fyllt út í síma/tölvu og forritið heldur utan um niðurstöðurnar. Svo get ég vistað niðurstöðurnar og látið nemendurna fá þær. En það er auðvitað hægt að nota þetta í hvers konar spurningalista sem er. Ég bjó hérna til smá sýnishorn. Hleður... Microsoft hefur verið að koma sér inn á þennan sama markað og google docs hefur átt og það sem Microsoft OneDrive hefur fram yfir er að notandinn (ég) á allt efnið mitt á meðan eignarhaldið hjá google er eitthvað á reiki. Vinnan mín var að færa sig yfir í Microsoft en ég er ekki búin að færa efnið mitt yfir enn svo ég kann ekki almennilega á Microsoft Forms og veit ekki alveg hvor

Skóladagar

Mynd
Skv. grunnskólalögum nr. 91/2008   eiga nemendur rétt á 180 skóladögum að lágmarki. Því til viðbótar er kveðið á um að kennsludagar séu eigi færri en 170. (Af 180 skóladögum eiga 170 að vera kennsludagar. ) Nú má spyrja hvaða munur sé á kennsludögum og skóladögum. Menntamálaráðuneytið setur fram  álit í Nánari skilgreiningu á skóladögum í grunnskólum :  Ráðuneytið áréttar að árlegur lágmarksfjöldi kennsludaga skuli vera 170 og að óheimilt er að telja sem kennsludaga aðra en þá daga sem nemandi starfar í skólanum eða í vettvangsferðum utan skóla að lágmarki í sambærilegan tíma og gert er ráð fyrir í stundaskrá. Skv. þessu eru kennsludagar þeir dagar sem nemendur eru í skólanum og: "... að  kennsludagur sé skóladagur þar sem fram fer skipulagt starf nemenda undir leiðsögn kennara.  " Þetta þýðir að skertir dagar eins og skólasetningardagar, skólaslit eða foreldradagar eru ekki kennsludagar þótt þeir séu skóladagar. (Skertir dagar mega heldur ekki vera fleir

Vegna Vaðlaheiðarganga

Varúð: Mjög persónuleg færsla. Ég bý vitlausu megin við Víkurskarðið. Á veturna gerist það iðulega að skarðið er illfært og all oft ófært. Sumarið 2007 var ég gengin 24 vikur á leið þegar barnið hætti að hreyfa sig. Litla stúlkubarnið mitt var dáið. Ég varð ófrísk aftur ári síðar og var sett í byrjun nóvember. Meðgangan gekk vel á allan hátt en ég þarf væntanlega ekki að taka fram að ég var frekar stressuð. Vegna forsögu minnar var ég metin sem áhættumeðganga og læknirinn minn sagði að ekki kæmi til greina að ég gengi með allan tímann og alls ekki fram yfir. Ég lagðist því inn á fæðingardeild föstudaginn 24. okt. 2008 þar sem framköllun fæðingar var ákveðin næsta mánudag.  Við hjónin vorum lengur á leiðinni en til stóð því Víkurskarðið var lokað og við þurftum að fara Dalsmynnið. Maðurinn minn kom síðan aftur til mín á sunnudeginum því veðurútlit var víðsjárvert. Þetta gekk allt vel hjá okkur og líka hjá Húsavíkurhjónunum sem áttu barn sama dag þótt þau hafi þurft að keyr

Að kunna að gleðjast

Mynd
Ég vildi bara benda á að við í Þingeyjarsveit höfum ýmislegt til að gleðjast yfir. Það má vel vera að hvorki Bárðardalur né Útkinnarvegur séu malbikaðir og að löggan reyni að svipta okkur bílprófinu alveg villivekk á Skjálfandabrúnni. Það má ekki alltaf einblína á þetta neikvæða, það verður líka að gleðjast yfir því sem við fáum. Og við fengum þetta líka fína himpigimpi á t-gatnamótin við Tjörn. Ég held ég hafi bara aldrei séð svona fínt skilti né vel föndraða eyju. Hátækni umferðar-öryggisgræja.

Jafnrétti er byggðamál

Mynd
Þann 17. nóv. 2016 var haldinn 52. fundur í Félags- og menningarmálanefd Þingeyjarsveitar. Á þeim fundi var fjallað um jafnréttismál i sveitarfélaginu og eftirfarandi fært til bókar: 5.  Jafnréttismál . Umræður um jafnréttismál í sveitarfélaginu og hvernig best sé að auka umræðu og fræðslu. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að fengnir verði utanaðkomandi fyrirlesarar til að auka við jafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins og tekið verði tillit til þess í fjarhagsáætlanagerð fyrir næsta ár. 1.des samþykkti sveitarstjórn fundargerðina og vísaði til fjárhagsáætlunar. 5. des var haldinn fundur í Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar í Stórutjarnaskóla og segir í fundargerð : 6. Jafnréttisfræðsla í skólum sveitarfélagsins Margrét sagði frá því að gert sé ráð fyrir peningum í fjárhagsáætlun Félags- og menningarmálanefndar fyrir árið 2017 til jafnréttis-/kynjafræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd hvetur skólastjóra til að nýta sér þetta. Þetta er bæði þarft

Huglægt mat á hæfni - Baksleikjuviðbit

Mynd
Í vikunni var ég á fræðslufundi um stofnanasamninga . Hafi ég skilið rétt þá voru stofnanasamningar teknir upp fyrir u.þ.b. 20 árum þegar ríkið ákvað að reka stofnanir sínar eins og fyrirtæki. Með stofnanasamningum átti að færa meira vald til stjórnenda og gefa þeim tækifæri á að "verðlauna" duglega starfsmenn. Inni í stofnanasamningum eiga að vera hvatakerfi og starfsþróunaráætlanir. Vandinn við verðlaunakerfið er hið huglæga mat. Þess vegna kallaði Ögmundur Jónasson þetta "baksleikjuviðbit " á sínum tíma. Ég vil taka fram að ég er hlynntari stofnanasamningum eftir fræðsluna en áður enda var komið inn á vandann við huglægt mat á hæfni og hvernig hægt væri að bregðast við honum. Nú mætti halda að það væri frekar auðvelt að meta það hver er góður starfsmaður og hver er síðri. Það má vel vera ef matskvarðarnir eru til staðar.   Um þetta hefur vissulega verið deilt en í nýlegum dómi Hæstaréttar nr. 376/2016 segir: Þótt ákvörðun um þetta ráðist þannig að

Tilgangur lífsins. Eða: Hvar eru lyklarnir?

Mynd
Fyrir einhverju síðan heyrði ég viðtal í útvarpinu við einn af þessum spekingum og var verið að ræða um miðla og trúna á þá. Þessum spekingi fannst trúin á miðla alveg fáránleg og helstu rökin sem hann setti fram voru þau að ef látið fólk gæti haft samband við lifendur þá væri það ekki að koma einhverjum ómerkilegum upplýsingum eins og þeim hvar lyklarnir væru á framfæri. Það myndi upplýsa lifendur um eitthvað stórkostlegt eins og innstu rök tilverunnar. Afstaða mín gagnvart hinu yfirnáttúrulega er talsvart sú sama og gagnvart draugum; ég hef alls enga trú á að þeir séu til en ég mun aldrei fara í draugahúsið á Tjörnesi að næturlagi. En hvað sem því líður þá fór þetta í taugarnar á mér. Hverfum til baka nokkur þúsund ár. Því hefur verið haldið fram að það fólk sem sóttist alltaf eftir einhverju betra hafi verið fólkið sem lifði af. Eins og t.d. indóevrópumaðurinn á sínu ferðalagi frá Kákasus. Fólkið sem leitaði betri lífsskilyrða og lifði því af. Þess vegna sé þörfin ef

Bestu vinir Kinnar

Mynd
Ég verð að viðurkenna það; stundum finnst mér halla á okkur Kinnunga í sameinaðri Þingeyjarsveit. Við höfum engan skóla, engan yfirmann (bara hálfan deildarstjóra), sveitarstjórnin vill endilega selja okkar félagsheimili en ekki önnur. Þannig að já, ég hef verið dálítið hvekkt. En svo áttaði ég mig á því um daginn að þótt sveitarstjórnin í Þingeyjarsveit kunni ekki að meta okkur þá kann ríkisstjórnin og Vegagerðin það svo sannarlega.  Síðastliðið sumar var gert við Skjálfandabrúna við Ófeigsstaði (Kinnarbrúna). Brúin er víst ekki upp á sitt besta samt sem áður svo til að tryggja öryggi Kinnunga er búið að lækka hámarkshraðann töluvert. Það er nefnilega meiri hristingur eftir því sem hraðar er keyrt og meiri líkur á að brúin hrynji því hraðar sem er farið. Þess vegna má aðeins keyra á 30 km/klst yfir brúna. Og til að tryggja öryggi okkar enn frekar þá er lögreglan iðulega á ferli og sektar þessa óábyrgu ökumenn eða hreinlega sviptir þá ökuleyfi. Að sjálfsögðu, það er til lítils að s

Á listin að gjalda mannsins?

Mynd
Eitt af því fyrsta sem mér var kennt í bókmenntafræðinni forðum daga var að höfundurinn væri dauður. Roland Barthes gaf út formlegt dánarvottorð 1967 í grein sinni  La mort de l'auteur.  Greinin var þýdd og gefin út í greinasafninu Spor í bókmenntafræði 20. aldar sem ég keypti og las auðvitað samviskusamlega.  Kenningin gengur út á það að ekki eigi að greina verk ævisögulega, þ.e. að ævi og persóna höfundarins skipti litlu sem engu máli þegar kemur að túlkun verksins. Í bókmenntafræðinni horfðum við á myndina The Fearless Vampire Killers sem Roman Polanski leikstýrði og lék í. Myndin gerir grín að blóðsugusögum og -bíómyndum og mér þótti hún frekar fyndin á þeim tíma. Á þessu bókmenntafræðilega hryllingsskeiði horfði ég líka á Rosemary's baby og fannst hún góð sem slík. Á þessum tímapunkti, um miðjan tíunda áratuginn, var það ekki í einhverju hámæli að Polanski hafði nauðgað ungri stúlku. Ég hreinlega man ekki hvort ég vissi um það eða hvort það var gert líti

Typpamyndir

Mynd
Ég lenti í þeim ósköpum í gær að heyra viðtalið við Óttar Guðmundsson um typpamyndirnar í beinni. Það er búið að svara hinni skelfilegu fullyrðingu sök fórnarlamba hrellikláms annars staðar og betur en ég get.  Hins vegar minnti viðtalið mig á hugrenningar sem ég hafði fyrir um ári síðan þegar Free the Nipple gjörningnum var nýlokið og ég las erlenda grein um þann stórmerkilega sið margra karlmanna að senda konum typpamyndir af sér. Biðst afsökunar á fitufordómunum sem þessi mynd endurspeglar. Það sem mér fannst merkilegt var að á sama tíma og konur upplifa það sem skömm að birtar séu nektarmyndir af þeim og eru að berjast gegn því þá eru karlmenn að taka og birta myndir af sér alveg óbeðnir. Já, ég set þetta undir sama hatt því yfirleitt hafa stúlkurnar tekið myndirnar sjálfar og sent þær alveg eins og strákarnir. Það sem gerist hins vegar er að sumir strákar deila myndunum eða setja þær á hefndarklámsíður. Stúlkur gera það síður við typpamyndirnar. Það sem mér þótti mer

Hið hálsíska nú

Mynd

Stéttarfélag kennara bregst umbjóðendum sínum

Mynd
Eins og áður hefur verið greint frá á þessari síðu sendi ég fyrirspurn á Ólaf Loftsson formann Félags grunnskólakennara í ágúst síðastliðnum. Fyrirspurnin snerist um hvort Þingeyjarskóla hafi borið að auglýsa starf teymisstjóra og myndmenntakennara við skólann en hvorirtveggja voru ráðnir við skólann fyrir skólaárið 2015-2016.  Báðir sinna enn stöðum sínum sem heldur hafa tútnað út. Samskiptin voru nokkuð harðorð af beggja hálfu en enduðu með því að Ólafur sagðist ætla að setja lögfræðing félagsins í málið. Eins og áður sagði óskaði ég eftir niðurstöðu úr úttekt lögfræðingsins í október síðastliðnum. Enn hefur ekkert svar borist. 25. janúar síðastliðinn ákvað ég að reyna aftur og sendi afrit af fyrirspurninni til Þórðar Hjaltested formanns KÍ,  Önnu Rósar Sigmundsdóttur lögfræðings KÍ og Hermanns Aðalsteinssonar ritstjóra 641.is . Ég sendi með afrit af samtali okkar Ólafs ef hann væri búinn að gleyma að hann hafði sagt beinum orðum að hann ætlaði að láta lögfræðing félagsins

Fyrirmynd í þágu stórbúa

Mynd
Landssamband kúabænda (LK) og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa ákvarðað sameiginlega stefnu um Fyrirmyndarbú LK og SAM. Með þeirri stefnu sem sett er í Fyrirmyndarbúinu og þeim starfsreglum sem því eru sett, vilja kúabændur og mjólkuriðnaðurinn tryggja að íslenskum neytendum standi ávallt til boða íslenskar mjólkurafurðir sem eru traustsins verðar. Þetta er lofsvert framtak á allan hátt. Nema hvað að stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum þann 24. nóv. sl. að verðlauna þau bú sem stæðust kröfur Fyrirmyndarbúsins með 2% hækkun á afurðir. Auðhumla er samvinnufélag bænda svo það fé sem hún úthlutar er úr sameiginlegum sjóð eiganda. En það má alveg leiða að því rök að fjárhagslegur hvati til að gera vel sé sá hvati sem þarf.  Markmið fyrirmyndabúsins eru góð og vel úr garði gerð. Hins vegar eru nokkur atriði sem vekja þann grun að verið sé að hygla nýjustu róbótafjósunum á kostnað eldri og minni búa, sérstaklega básafjósa. Nautaeldi er tekið með í úttektinni. 

Fljótum ekki sofandi að feigðarósi

Mynd
Í desember síðastliðnum var samþykktur nýr kjarasamningur hjá grunnskólakennurum. Samningurinn hefur ekki miklar launahækkanir í för með sér en þó eitthvað og þurfa sveitarfélögin að leggja meira til. Og mikið rétt, í fundargerð sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá því 15. des. sl. er viðauki til fræðslumála upp á 30 milljónir. Nú virðist sveitarfélagið vera ansi ríkt, það er alla vega hægt að hækka laun sveitarstjórnarfulltrúa verulega og borga frænkum þeirra tvöföld laun í heilt ár. Þá mætti sveitarstjórinn okkar í sjónvarpið og neitaði því ekki að Þeistareykir myndu og væru nú þegar byrjaðir að mala gull fyrir sveitarfélagið. Þannig að launahækkanir kennara ættu ekki að valda okkur miklum áhyggjum. Hins vegar hafa kennarar látið í veðri vaka að þeir séu hreint ekki sáttir og séu aðeins að safna kröftum til að sækja frekari hækkanir. Í kosningabaráttunni 2014 var Stórutjarnaskóli ekki í eldlínunni og lofað að hann yrði friðhelgur allt kjörtímabilið. Ég hef rökstuddan gru

Fyrirmyndar-starfsmaðurinn

Mynd
Ímyndum okkur fyrirtæki, segjum fyrirtæki í framleiðslu. Það eru þó nokkrir starfsmenn í fyrirtækinu en fer þó sífækkandi. Fyrirtækið sér að það hefur fjárhagslega burði til að hækka laun allra starfsmanna um 2% en ákveður að nýta möguleikann sem hvata til að efla ímynd fyrirtækisins. Það er settur upp mælikvarði til að meta starfsmenn og svo geta starfsmenn sótt um að fara í matið. Þeir starfsmenn sem standast matið fá 2% launahækkun. Kvarðinn er eftirfarandi: Vinna starfsmannsins. Ánægja viðskiptavina með afurð. Útlit starfsmannsins. Svo er afurðasérfræðingurinn Jón Arnarson fenginn til að meta starfsmennina.  Nú gerist það að nokkrir starfsmenn standast ekki mat Jóns vegna útlits. Afurðin þeirra er góð, viðskiptavinir eru sáttir, það eru bara slitnu fötin. Viðskiptavinir mega vissulega koma í heimsókn í fyrirtækið og þeir gætu mögulega gengið fram hjá vinnuaðstöðu þeirra og séð fötin. En starfsmennirnir telja að föt þeirra hafi ekki áhrif á gæði vinnu þeirra og hu