Færslur

Sýnir færslur frá apríl 19, 2020

Hvar er ég?

Mynd
Um aldamótin síðustu vann ég í um þrjú ár á nokkrum geðdeildum landspítalans. Á þessum tíma lærði ég þá dýrmætu lexíu að sjúklingurinn er eitt og geðsjúkdómurinn annað. Sjúklingur í maníu er ekki endilega sá sami og manneskjan sem ber sjúkdóminn dags daglega.  Í minningunni þykir mér vænt um þennan tíma og minnist hans með hlýju. Ég lærði mikið og þroskaðist vonandi eitthvað. Stundum fæ ég nostalgíska þrá eftir sumrunum við sundin blá. Þá minnist ég fallegu konunnar sem sat við gluggann í reykherberginu og söng rámum rómi: Finnst þér Esjan ekki vera sjúkleg. Ég vona að ég sé ekki að bregðast trúnaði þótt ég segi aðeins frá þessum tíma. Ég geri ráð fyrir að flestir viti að geðsjúkdómar geta verið illvígir og stundum fylgja miður skemmtilegir hlutir. Sjálf gekkst ég upp í því að vera hörkutól og geta gengið til flestra verka; ég þreif upp úrgang og ælu og plástraði eyðnismituð sár. Það var bara einu sinni sem ég þurfti frá að hverfa og á samstarfsmaður minn sem vann verkið ævarandi