Hið platónska ástarsamband okkar George Michael fagnar nú 30 ára afmæli. Það var sumarið 1984 sem Wake me up before you go-go skaust á topp flestra vinsældalista heimsins. Hresst og grípandi lag með auðveldu viðlagi. Og svo kom vídeóið. Jedúdda-mía, söngvarinn. Ekkert svona sætt hafði sést síðan súkkulaðið var uppgötvað. Þarna sprangaði hann um í míní stuttbuxum, tanaður með strípur og neongular grifflur. Ég fjórtán ára flækja með skömmustulegar hugsanir um karlmenn og gleðina og vandræðin sem þeim gátu fylgt. Örlögin voru ráðin. Hvert topplagið fylgdi öðru; Careless Whisper , Freedom og Everything she wants . Öll þessi lög er að finna á annarri (seinni) plötu Wham!, Make it Big . Ég tók að sjálfsögðu upp hvern einasta Skonrokk þátt til öryggis og það var eins og ég hefði himin höndum tekið þegar ég náði myndbandinu við Careless Whisper . Ég hélt að George gæti ekki orðið sætari en í Wake me up before you go-go en hann gat það. Úff... En það var eitthvað
Frúin sem var flæmd frá Hálsi ásamt fjölskyldunni sinni.