Færslur

Sýnir færslur frá desember 21, 2008

Gleðileg jól

Mynd

Baugsmál gömul og ný

Ég get svo sem ekki dæmt um réttmæti þessara Baugsmála. Nema hvað að í fyrra sinnið hafði ég meiri samúð með þeim feðgum en ég hef nú. Grunar mig að svo sé farið með fleiri. Það getur vel verið að Davíð Oddsson sé að ofsækja Baugsfeðga. Það er alveg ljóst að honum er ekki vel við þá. Svæsnustu samsæriskenningar segja jafnvel að hann hafi þjóðnýtt Landsbankann og í framhaldi sett landið á hausinn af hefndarþorsta. Svo eigi að einkavæða bankana aftur og koma þeim til ,,réttra" aðila.  Hitt má líka vera að eitthvað sé gruggugt í viðskiptaháttum Baugs eins og efnahagsástandið sýnir nú fram á.  Hvað sem því líður þá er eitt sem mér fannst afskaplega athugavert. Í krafti auðæva sinna og eignarhalds á fjölmiðlum hafa feðgarnir farið í persónulegt stríð við embættismenn. Er skemmst að minnast árása á Jón H.B. Snorrason.  Það getur vel verið að Jón. H.B. sé alveg meingallaður maður. Það skiptir bara engu máli. Hann er embættismaður sem er að sinna vinnunni sinni. Áfram halda þeir á þessari