Færslur

Sýnir færslur frá október 2, 2016

Telur Félag grunnskólakennara óþarft að auglýsa stöður?

Mynd
Í KJARASAMNINGI SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA og KENNARASAMBANDS ÍSLANDS VEGNA FÉLAGS GRUNNSKÓLAKENNARA  segir í 14. kafla 1. grein Um auglýsingu starfa : Öll störf skulu auglýst laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf, svo sem vegna fæðingarorlofs, námsleyfis eða veikinda, eða störf þar sem ráðning skal standa 12 mánuði eða skemur eða tímavinnustörf. Ef sveitarfélag lítur svo á að ráða skuli í starf með uppfærslu innan starfsgreinarinnar eða frá hliðstæðum starfsgreinum er heimilt að auglýsa á þeim vettvangi einum. Eftir verulega ósmekklega aðferðafræði við einhliða uppsagnir kennara Litlulaugadeildar Þingeyjarskóla 2015 kom í ljós um sumarið sama ár að fv. skólastjóri skólans, sem var sagt upp þótt engar formlegar kröfur væru þar um og fv. aðstoðarskólastjóri Hafralækjardeildar sem hafði að sögn sagt upp sjálfur* voru þau ráðin aftur að skólanum án auglýsingar. Þessi gjörningur verðu

Prelude

Mynd
Eins og útsvargreiðendum í Þingeyjarsveit ætti að vera orðið ljóst þá gerði sveitarstjórnin allmerkilegan starfslokasamning við fv. skólastjóra Þingeyjarsskóla sem tók gildi í fyrra. Samningurinn hafði í för með sér að viðkomandi var á tvöföldum launum hjá okkur útsvarsgreiðendum í heilt ár. Gleður sig allt gott fólk við þá staðreynd á meðan það borgar reikninginn frá Tengi . Árið 2013 vildi meirihluti sveitarstjórnar endilega gefa öllum kennurum Þingeyjarskóla eina kennslustund í kennsluafslátt og skólastjórnendum enn fleiri því það var svo ægilega erfitt að vinna við sameinaðan skóla. Kom þá upp úr dúrnum að sveitarstjórnin gat það ekki þar sem hún ásamt öðrum sveitarstjórnum landsins hefur afhent samningsumboð til kjarasamninga til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú velti ég því fyrir mér hvort svona starfslokasamningar, sem virðast almennt gerðir við skólastjórnendur, standist þetta afsalaða samningsumboð. Starfslokagreiðslur hljóta að falla undir kjör skólastjórnenda o