Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 22, 2009

Kona og köttur

Glámur: Mjáááá!!! Ég er svoooo svangur!!! Ég: Glámur, það er fullt af mat í kringum diskinn þinn. Hvernig stendur á því eiginlega? Glámur: Ég sé frekar illa og rek trýnið bara á kaf í matarlyktina.  Ég: Þá hlýturðu að vita að það er fullt af mat í kringum diskinn. Borðaðu hann bara. Glámur: Borða af gólfinu? Ég;: Já, ekki hendi ég öllum þessum mat. Það er kreppa. Glámur: En.. Ég get ekki borðað af gólfinu. Ég: Af hverju ekki? Glámur: Ókey, ég vil ekki vera klöguskjóða en... Það er einhver hérna á heimilinu sem kúkar reglulega á gólfið.

The suicidal cat

Kötturinn er búinn að læra á kassann. Hins vegar tók hann upp á þeim óskunda um daginn að byrja að skíta, einu sinni á dag,  við hliðina á kassanum. Í alvöru. Why? Fyrst hélt ég að hann væri svona mikil pempía að þegar það væri kominn kúkur í kassann þá bara væri hann orðinn of skítugur fyrir hann. Ég væri ekki nógu snögg að skófla þessu upp. Búin að vera mjög passasöm en þetta heldur áfram. Í gær þreif ég kassann með Ajax og setti nýjan sand. Ströng hreinlætisskilyrði af hans hálfu eru augljóslega ekki málið því í dag kúkaði hann, aftur og enn, við hliðina á hreina kassanum með nýja sandinum. Elsku vinur, þetta er of mikill skapgerðargalli til að við hann verði unað. Núna notar þú kassann eins og á að nota hann, eða...

Kisinn

Mynd
Eftir að kisi lærði á kassann þá varð hann fastur heimilismeðlimur. Hann fékk sýklalyf sem löguðu niðurganginn og hefur örugglega hjálpað honum að læra á kassann, honum verður ekki jafnbrátt í loðbrók og áður. Hins vegar er orðið ljóst að hann er með einhvers konar mjólkuróþol því ég gaf honum rest af pelanum hans lilla í gær og það skilaði sér rennandi. AB mjólk er hins vegar í lagi. Hann er líka farinn að færa sig upp á skaftið, hefur uppgötvað það að heimurinn er í nokkrum hæðum og hann er farinn að  fikra sig upp á aðra hæð. Jólarósinni var formlega slátrað í gær. Verst þykir mér að finna ekki nafn á hann. Við erum búin að máta nokkur og þau bara passa ekki. Ég hef aldrei lent í þessu áður, kattanöfn hafa alltaf komið nokkurn veginn af sjálfu sér. Þannig að ef þið hafið hugmyndir þá þætti mér mjög gaman að fá þær.