Ef það var ekki vitað fyrir þá skal það formlega tilkynnt hér með að ég er feministi. Það að vera feministi felur ekki í sér að vera karlahatari eða vilja að konur taki völdin í heiminum, það felur í sér að vera jafnréttissinni. Þ.e. að konur fái sömu tækifæri og karlar og fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Hins vegar þá gengur mannkynið með nokkurra þúsunda ára hefðarveldi á herðunum sem virðist mjög erfitt að komast undan. Ég get alveg lokað augunum fyrir ýmsu, það er jú frekar erfitt að vera alltaf í skotgröfunum. En þegar fólk sem á að heita menntað og upplýst byrjar á þessu kjaftæði þá er mér eiginlega alveg nóg boðið. Ég hef sem sagt fengið að heyra það hjá þessu menntaða og upplýsta fólki að: ,,feministar eru bara kerlingar sem fá það ekki reglulega." Þá var hin undarlegasta orðræða á borð borin fyrir mig í gær. ,,Konur eru svo mjúkar, þær eru alltaf að hugga. Þær gera sér ekki alveg grein fyrir hinni hliðinni." Ok, ég hreinlega fatta þetta ekki alveg. En svo í næstu set