Það er ekki að spyrja að dugnaðinum, búin að þrífa heilt herbergi hátt og lágt. Afraksturinn er þeim mun meiri að ég bý, þrátt fyrir að vera hátekjumanneskja, í tveggja herbergja íbúð.
En af því að ég er að taka til þá fann ég gamalt tímarit Morgunblaðsins með viðtali við Helgu Braga og Stein Ármann. Og ég fór að pæla að núna dynur á okkur mikil umræða um offitu, sérstaklega á meðal barna. Hins vegar kom í sjónvarpið um daginn konur frá Speglinum og Bugl til að ræða um átröskunarsjúkdóma. Ég veit að átröskunarsjúkdómar eru mjög alvarlegir en er offita svona ofboðslega alvarleg eins og af er látið? Jú, mér skilst að börn séu að fái týpu 2 af sykursýki en síðast þegar ég vissi, og mér getur að sjálfsögðu skjátlast, þá var týpa 2 læknanleg. Auðvitað þarf að sporna við offitufaraldrinum en ég er ekki viss um að það sé rétt að þessu staðið. Nær áróðurinn til þeirra sem hann þarf að ná eða nær hann til hinna sem eru í hættu að fara að svelta sig og fá alvarlegri sjúkdóma fyrir vikið? Fyrir