Færslur

Sýnir færslur frá janúar 3, 2016

Ég hefði aldrei trúað þessu en svo sá ég það...Vááá

Mynd
Miðað við hvað ég er almennt kaldhæðin og tortryggin þá er ég alveg ótrúlega auðtrúa þegar kemur að sumum hlutum. Mér þykir ákaflega erfitt að viðurkenna það en ég féll fyrir svona fyrirsögnum á ensku alveg ítrekað. - This Single Father Had No Idea How To Do His Daughter's Hair. What He Ends Up Doing? Wonderful! - Cop Find 3-Year-Old Girl ‘Freezing Cold’ In Parking Lot At Night. How She Got There? UNBELIEVABLE! Skoðaði þetta allt. Fannst það roooosalegt. Þar til ég las grein. Sem sagði að þetta væri kjaftæði. Þá loksins rann glýjan frá augunum. Sumt af þessu er það ómerkilegasta ever. Ég skil ekki hvernig ég gat fallið fyrir þessu. Gerði það samt.  Ég féll um daginn. Þá sá ég þetta: - Mom Got Pregnant 8 Times. 60 Years Later, She Finds A Hidden Note In Dads Desk . Ég smellti. Enginn texti, bara vídeóklippa. Yfirleitt horfi ég ekki á þær en þetta hlaut að vera eitthvað mergjað. Og það var alveg ótrúlega, ofboðslega, yfirgengilega... ómerkilegt. Ég skil ekki hv