Færslur

Sýnir færslur frá janúar 11, 2009

IQ-ið

Við hjónakornin erum að spá í að kaupa okkur nýjar dýnur í rúmið. Okkur langar mest í IQ-Care eða Tempur . Hins vegar eru þetta dýrar dýnur og grátlegt að blæða í þær ef aðrar eru kannski jafngóðar eða ef þær eru æði fyrst en endast illa. Ef einhver á svona dýnu eða þekkir til þá væri gaman að fá komment:)

Jafnræðið.

Sigurjón Árnason kom í sjónvarpið fyrir nokkru og nefndi að sér þætti skrítið að ekki væri evrópskur innistæðutryggingasjóður fyrst allt ætti að vera svona opið og fjármagnsflæði ætti að vera á milli landa. Núna er SÁ ekki sérlega hátt skrifaður fjármálaspekúlant í mínum huga en þetta fannst mér merkilegt.  Það hlýtur að segja sig sjálft að íslenskir bankar eru ekki samkeppnishæfir í stóra heimi ef þeir geta ekki orðið stærri en velta íslenska ríkisins leyfir. Þeir eru ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli í hinu dásamlega Evrópusamstarfi.  Formannsframbjóðandinn er með ágætan pistil í dag.

Ástandið

Mynd
Ég er mjög hlynnt mótmælunum og mitt kommúníska hjarta klökknar nánast þegar ég sé fréttir af mótmælunum. (Ég er dreifbýlistútta í fæðingarorlofi svo ég er ekki mjög virk.) Ég er hins vegar ekki viss um aðferðafræði mótmælanna. Mér finnst mjög mikilvægt að mótmæli séu friðsamleg því öfgar og ofbeldi gera mótmælendur marklausa eins og umræðan er farin að sýna. Hins vegar verða mótmælin að hafa áhrif. Mér finnst innrásin á Hótel Borg hafa gengið of langt. Það má vel vera að það sé verið að mótmæla eigandanum, JÁJ, en kostnaður af nýjum tækjum verður bara tekinn af áskrifendum. Hvað ætlaði fólkið eiginlega að gera ef það hefði komist inn? Ég skil alveg þann punkt að mótmæla stjórnmálaforingjum en það hefði verið hægt að gera það öðruvísi. Standa fyrir utan og syngja eða berja bumbur svo heyrðist ekki í þeim hefði dugað.  Svo er það hinn handleggurinn. Ríkisstjórn sem skilur ekki hvað er verið að segja henni. Sjálfstæðismenn eru búnir að vera við völd í 18 ár. Þetta ástand sem nú varir er